En svo var pabbi minn að spila á gítarinn áðan, kallaði á mig og sagðist ætla að spila fyrir mig lag.
hann spilaði þetta:
Heyr mína bæn, mildasti blær.
Berðu kveðju mína' yfir höf.
Syngdu honum saknaðarljóð.
Vanga hans vermir þú sól,
kysstu hans brá.
Ástarorð hvísla mér frá.
Syngið þið fuglar ykkar fegursta ljóðalag
flytjið honum í indælum óði ástarljóð mitt.
Heyr mína bæn, bára við strönd.
Blítt þú vaggar honum við barm,
þar til svefninn sígur á brá.
Draumheimi í dveljum við þá
daga langa saman tvö ein.
Heyr mína bænir og þrár.
Syngið þið fuglar ykkar fegursta ljóðalag
flytjið honum í indælum óði ástarljóð mitt.
Heyr mína bæn, bára við strönd.
Blítt þú vaggar honum við barm,
þar til svefninn sígur á brá.
Draumheimi í dveljum við þá
daga langa saman tvö ein.
Heyr mínar bænir og þrár.
Fyndið vegna þess að hann hafði ekki hugmynd um að rétt í þessu hafði ég verið grenjandi inni í herbergi að engjast af söknuði (því jú auðvitað sakna ég hans, ég var bara hætt að taka eftir því eða eitthvað, ég veit ekki hvað var að mér) og að reyna að ákveða hvort ég tryði virkilega á fjarsambönd.
Þetta fékk mig til að hugsa um hvernig fólk lifði fyrir tíma nets og síma þegar mennirnir fóru á sjó og konurnar biðu heima.
Mig langaði bara aðeins að fá smá útrás, ég sakna hans svo mikið að það er að fara með mig, en á móti kemur að ég elska hann útaf lífinu. Ég ætla að trúa því að það sé nóg, sama hvað allir eru að segja um mig, hann og okkur saman. Mér er alveg sama, ég elska hann og það er það sem skiptir máli right?
Takk fyrir mig og afsakið leiðinlega langloku, varð bara aðeins að pústa :D Endilega sleppið skítköstum ..
-frekjudós
nei