Hér er bréfið:
Ókei .. Alltílagi, ég er ekki sú besta að skrifa um ástarmálin mín. Ekkert svakalega góð að deila þeim, skiljiði – held þeim oftast fyrir sjálfa mig. En ég þarf ráð frá einhverjum sem er hlutlaus, og.. hjálpað mér að komast að niðurstöðu.
Og ég veit að ég er öm. Þarf ekkert að benda mér á það.. og hálfgerður aumingi. Bara æj .. veit ekkert hvað ég á að gera. Shit happens …
Allavega. Nefnum bara fyrri kauða Hans. Ég og Hans förum waaay back (kanski ekkert way back, en mér líður þannig). Við kynntumst sirka í nóvember, og eitthvað sem átti bara að vera one night stand, varð eitthvað meira. Byrjuðum aldrei saman eða neitt, vorum aldrei oficially saman, útaf því við búum ekki á sama stað. En við vorum bæði svaaakalega hrifin. Allavega var ég svakalega hrifin af honum, þótt þetta sé akkúrat svona strákur sem ég hélt að ég myndi aldrei falla fyrir, svakalega margt sem fór í taugarnar á mér, en samt var ég svooo hrifin af honum. Hinsvegar, þar sem við vorum ekki oficially saman var hann alltaf að tala um það við mig hverri stelpu hann væri til í að vera með og svo framvegis – og það alltaf særði mig ótrúlega mikið. Svo gerðist það að svaf hjá einni stelpu í mars sem ég þekki, og ég var alltaf ótrúlega hrædd um að það myndi eitthvað gerast þar. Því .. tja, veit ekki hvernig ég á að útskýra það, hún er rosalega lík mér í öllu, bara betri einhvernveginn.
Ég reyndar var líka alveg kyssandi aðra, þannig ég er alls ekki saklaus í þessu öllu saman. Og hann sagði þá bara við mig að við myndum aaaldrei verða eitthvað (are u with me so far?) og þann dag gerði ég mér í rauninni grein fyrir hvað mér þykir vænt um hann. Ég fór að hágráta! Grét og grét .. Og daginn einhvernveginn var hann alltaf að taka í hendina á mér og kyssa mig, og við greinilega orðin eitthvað aftur.
Svo þessa sömu helgi (þetta gerðist fyrir sirka mánuði síðan) þá sagði ég honum bara að ákveða sig, hvort við værum saman eða ekki því ég nennti þessum “leik” ekki lengur. Og við ákváðum að vera saman.. Og ég hef aldrei verið jafn ánægð með einhverjum. Hann þekkir mig svo vel, og ég þekki hann svo vel og ég get verið ég sjálf .. við náum bara svo vel saman.
En hann er svakalega skapstór .. og greinilega treystir mér ekki. Þegar hann fréttir að ég sé úti á djamminu, þá hringir hann í mig, fullur (því hann má djamma með vinkonum sínum, en guðhjálpimér að ég sé úti að djamma með strákum) og segjir mér hvað ég sé mikil hóra, að honum þykir ekki vænt um mig og svo framvegis. Og .. það er svo sárt að heyra þetta frá strák sem ég hef leyft mér að falla svona svakalega mikið fyrir, því ég hef aldrei leyft mér það, aldrei treyst neinum strák þannig að ég verði ástfangin… Hef aldreii .. borið svona sterkar tilfinningar til einhvers.
Svo hringir hann oftast daginn eftir og byðst afsökunar og allt gott, segjir mér hvað hann elskar mig mikið og svo framvegis.
Hinsvegar seinustu helgi fór þetta svolítið úr böndunum .. Hann hringdi í mig, sagði mér sömu hluti og venjulega, að hann elskar mig ekki, ég sé hóra og ég veit ekki hvað. Og hættir síðan með mér! Og daginn eftir er ég auðvitað orðin svolítið uppgefin á þessu.. svolítið mikið meira að segja .. En ég vildi ekki gefast upp á okkur! Svo hringir hann ekki daginn eftir .. in fact, næ ég ekki sambandi í hann og hann reynir ekki að hafa samband í mig. Svo .. þá hellist þetta yfir mig, þetta er bara búið! Hann hætti með mér .. hann ætlar ekki að ná í mig aftur.
Og ég varð svo sár .. gjörsamlega heartbroken, og síðan hellist bara yfir mig þessi svaaakalega reiði. Vá .. Ég held að ég hef aldrei verið jafn reið á ævi minni.
Allavega, það berst til vinar míns að ég sé á lausu (og ég var einu sinni hrifin af honum) og ég í rauninni bara ræðst á hann og kyssi hann þegar hann er eitthvað að reyna við mig. Svo já .. komin með nýjan kærasta!
Og hann er búinn að vera æææðislegur. Hann er alveg æðislegur ..
En síðan hringir fyrrverandi í mig, um miðja nótt .. drullufullur og hágrátandi. Grátbyðjandi mig um að taka sig til baka og ég veit ekki hvað.. Og mig langar svo að gera það! En ég veit bara ekki hvort ég treysti mér ekki í það.. Og ég veit að hann mun hata mig ef hann veit að ég er strax komin með nýjan kærasta, og ég veit að það er hlutur sem ég ætti að segja honum.
Ég bara veit ekki .. hinn strákurinn er algjört æði, og hann er ekki búinn að vera neitt annað en æðislegur. En .. ég er bara enn svo yfirmig ástfangin af hinum.
Bara .. veit ekki hvort ég eigi að treysta mér í “rússíbanan” aftur, eða gefa hinum séns, því mér þykir auðvitað alveg vænt um hann. Bara .. já, þið fattið.
Gæti auðvitað bara slýtt mér frá þeim báðum, sem væri líklega besta lausnin, en ég eiginlega vil ekki gera það…
Æj.. vá, veit ekkert hvað ég á að gera og ég vona innilega að þið hafið skilið súpuna sem ég var að skrifa.
Takk fyrir!
Gaui