Sæl Kitty10.
Vinir verða iðulega ástfangnir - enda skiljanlegt ef tveir einstaklingar finna allt sem þeir vilja í öðrum - og vinir eru oft þannig fólk (ástæðan fyrir því að þeir urðu vinir til að byrja með).
Að ást milli vina sé losti held ég einmitt að sé eitthvað sem minni líkur eru á. Að verða “ástfanginn” við fyrstu sýn er það sem ég kalla losta - en vinátta er oftast hið gagnstæða, s.s. hrifning byggð á persónuleika fremur en útliti (þótt útlitið þurfti oftast að einhverju leyti að fylgja).
Já - slíkt getur endað illa, það er ekki spurning. Öll samskipti kynjanna bjóða hættunni heim. Við getum alltaf lent í því að sá sem við tökum okkur sem maka sé ekki hinn eini rétti - þess vegna er hinn “rétti/rétta” eitthvað sem fólk metur svo gífurlega mikið þegar hann/hún finnst.
Ég myndi segja að þú verðir að láta hjartað ráða, þó með ögn að skynsemi. Spurðu sjálfa þig að því hvers vegna þú ert hrifin af þessum strák og hvort þú sjáir fram á framtíð með honum (ef það er það sem þú ert að líta til á annað borð). Ef þú telur svo geta verið - verðuru að vega og meta hvort hann sé áhættunnar virði.
Það er það sem þetta val mun alltaf snúast um - “er ég það hrifin/nn og viss um að þetta gæti orðið eitthvað dásamlegt að ég er tilbúin/nn að taka áhættuna?”
Eina sem ég vil segja er þetta: Sönn ást er nánast þess virði að gera hvað sem er. Hvort um sanna ást sé að ræða með alvöru framtíð - það veit enginn nema þú.