Þannig er nú það að kærastinn minn (sem ég er búin að vera með í .. 15-16 mánuði) hélt framhjá mér svona.. þrisvar (that I know of) á seinasta ári. Plús einhver ‘saklaus’ msn daður sem hann segist ekki hafa meint neitt með.
Hann gerði svosem ekkert gróft með 2 af þessum stelpum, svaf hins vegar hjá þeirri þriðju. Ég veit ekkert hver þessi stelpa er frekar en hann, veit bara að hún er rauðhærð og að hann ákvað að fara heim með henni (hún bauð honum með sér heim) á söngvapeppni framhaldsskólanna í fyrra. (Sem varð til þess að ég gat ekki farið á keppnina í ár því ég hélt að mér myndi líða illa þarna útaf þessu) Þess má geta að stundum þegar ég sé rauðhærðar gellur langar mig að… gera eitthvað vont. Samt ekki alveg, en eins fáránlegt og það hljómar kannski, þá láta stundum rauðhærðar stelpur mig hugsa um þetta atvik, og þ.a.l. líður mér fáránlega illa. Örugglega útaf því aaað.. ég veit ekkert hvaða stelpa þetta er og hann hafði alveg oft sagt við mig áður að “stelpur sem eru með rautt hár eru hot!”
En já, að málefninu. Við ákváðum að reyna aftur. Ég veit að hann sér eftir þessu og þetta er svosem búið að ganga betur eftir því sem tíminn líður, nema hvað, þetta allt kemur stundum upp í hausinn á mér, allt í einu uppúr þurru. Yfirleitt þegar ég er vakandi á nóttunni og get ekki sofnað og/eða þegar mér leiðist - sem hefur verið kinda oft upp á síðkastið. Svo finnst mér eins og ég verði auðveldlega pirruð út í hann útaf nánast engu, tek smávægilegum mistökum hans of nærri mér, geri úlfalda úr mýflugu and so on.
Dæmi: Um daginn vorum við úti að labba í bænum þar sem hann á heima. Einhverju áður hafði ég víst verið að tala um að mig langaði svolítið til að prófa að lita mig rauðhærða.
Hann: ,,Ætlarðu að lita þig rauðhærða?“
Ég: ,,Veit það ekki, örugglega ekki, nú?”
Hann: ,,Mér finnst það nefnilega ekkert ljótt."
Ég: (frekar lágt),,Nei, það er greinilegt.
Hann heyrði það nú samt ekki, sem gerði mig meira pirraða.
Mér leið ömurlega af því sem eftir var af samveru okkur saman þennan dag. Hann gerði þetta nú samt ekkert vísvitandi. :P
Það sem lætur mig líða verst varðandi þetta er að á þessum tíma þá var hann alltaf að segja við mig að ég ætti ekki að vera að hitta eða kyssa aðra stráka og svona, en samt fór hann á bakvið mig með allavega þessum þremur og svo þessum sem hann talaði við á msn, ÚTAF ÞVÍ AÐ HONUM FANNST HANN EKKI VERA SKULDBUNDINN MÉR! Og svo núna, þegar ég spyr hann, afhverju ég mátti ekki gera neitt en það var sjálfsagt að hann mætti það, þá er svarið sem ég fæ “ég veit það ekki.”
En til að hafa það á hreinu, þá fórum við svona að hittast í október ‘06 (hann var btw. að hitta aðra stelpu á sama tíma, án hennar vitundar skilst mér, hún er ein af þremur stelpunum sem hann fór á bakvið mig með) og við ákváðum að 20. febrúar væri dagurinn sem við byrjuðum saman. (Ákváðum það mörgum mánuðum eftir, ákváðum s.s. aldrei “hey eigum við að vera saman núna? 8-)” eða eitthvað álíka.) Við vorum semsagt ekki officially saman þegar þetta gerðist allt, en ég meina.. hann lét mig finnast ég vera skuldbundin honum, lét mig halda/finnast að hann væri skuldbundinn mér en fór á bakvið mig.
Í febrúar ’07 komst ég að því að hann fór á bakvið mig með þessari sem hann hefði verið að hitta áður, ég gaf honum séns. Í mars '08 komst ég að öllu hinu. Mig langar ekki að ræða afhverju ég gaf honum þriðja sénsinn, ég veit bara að hann gerir þetta ekki aftur, ég veit það.
Mig langaði bara að fá álit hjá ykkur. Haldið þið að þetta samband sé doomed eða gæti þetta lifað? Við erum með sterk framtíðarplön sem við bæði trúum á að verði, efumst hvorug um að við eigum eftir að hætta saman. Hann er betri maður en hann var fyrir ári. Þó að álit ykkar sé ekki það sem ég er að leita að þá munu þau ekki hafa áhrif.
Er ekki einhver af ykkur/einhver sem þið vitið um í sambandi með svipaða sögu? Ef svo, endilega deilið.