Ég er búin að vera hrifin af strák í c.a. 2 ár, hrikalegur langur tími ég veit en það góað er að við byrjuðum sem góðir vinir, leiddi útí meira og endaði svo á að ég var skilin útí kuldann.
Allt í lagi með það, lífið heldur áfram og ekkert við það að gera. Ég fékk smá skot á öðrum strák og þá fattaði ég að ég var loksins laus við aulann sem ákvað að það væri hentugt að hunsa mig eftir að hafa verið hrifin af mér en allt í einu ekki. Það gladdi mitt litla hjarta að ég gat hlustað á róleg lög án þess að fara að væla. Stórt skref mundi ég halda. En þá kemur þetta týpiska vandamálið sem virðist koma fyrir hjá sumum. Hann kemur tilbaka og byrjar að reyna við mig aftur. Ég er engin hálfviti og læt ekki undan. En svo byrja allir vinir mínir að segja að hann sé hrifin af mér blablabla. Hmm..hugsa ég og byrja að hugsa um hann aftur. Góðir hlutir gerast og kannski það sé enn von. ENnnn ónei. Ég er skilin eftir í kuldan aftur! Þá tók ég þá ákvörðun að hann gæti átt sig og held í vonina að ég geti verið sterkari næst til þess að segja nei ef hann skildi koma aftur.
Afsakið að ég sé að dempa mínum vandamálum á ykkur en þið þurfið hinsvegar ekkert að lesa þetta :D
Takk fyrir lesturinn.
Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.