Vá.. ég vil ekki vera leiðinlegur hérna, en það sem þú sagðir, að gaurinn átti að meika múvið.. er eitthvað sem ég hef heyrt frá 14 ára vinkonum mínum, er sjálfur 15 ára. Sú manneskja sem er hrifin, á sjálf að “meika múvið”, því að það er sú sem þarf að sýna aðilanum að hún/hann er hrifin/n. Það á ekkert að vera gaurinn sem gerir eitthvað í málinu. Hvað gerist ef strákurinn er feiminn? Fer þá bara allt í fjandans haf? Ég verð að viðurkenna, með gjörsamlega FULLRI virðingu, að ég er verulega ósáttur með þessa skoðun þína á atferli karls- og kvennmanns þegar það kemur að ást.
Bætt við 14. maí 2008 - 23:33 Og ég vil líka bæta við
Ehh, það geri ég alls ekki. Strákar ,,meika múvið" mikið frekar en stelpur.
Þegar þú segir þetta, þá er bara eins og það sé ekkert samræmi milli þess hvað stelpur eiga að gera og strákur, þú sagðir fyrst að strákurinn átti að bíta á jaxlinn og stíga fram, en svo segirðu að strákar meiki oftar múvið? Mér finnst þetta svo furðulegt.
Það gerist auðvitað að stelpur reyni við stráka, og eins og Occult sagði, það gerist.. en það er ekki oft, og ég tel mig alveg vita gott dæmi um það.
Segjum að vinkona mín sé hrifin af strák.. hún brosir til stráksins, kemur við hann og talar við hann á msn, gerir öll þessi hjörtu og allt, en bíður eftir að hann tekur fyrsta skrefið. Og veistu hvað? ÞAÐ GERÐIST EKKERT! Og sambandið milli þeirra eyðilagðist, það sem þau hefðu getað átt fór út um þúfur því að hann átti að “meika múvið”. Það getur auðvitað gerst að strákurinn ætti að meika múvið til að sýna að hann sé hrifinn af henni. En það Á ekki ENDILEGA BARA að VERA þannig. Það er hræðileg hugsun að mínu mati, og ég vona að þú þurfir ekki að lenda í því að missa einhvern því þú vildir að hann gerði eitthvað í málinu, í staðinn fyrir að þú segðir bara “Æi afhverju ekki” og gerðir eitthvað.
Þessi mál skiptast ótrúlega mikið, getur verið á höndum stráksins eða stelpunnar,
En það eru engin lög.. sem segja að svo ÆTTI að vera.
Og mér líður bara ömurlega, ef ég væri feiminn, sem ég er ekki, ég tel mig alveg félagslyndan náunga, án sjálfselsku, bara segi eins og mér finnst, en ef að ég væri hrifinn af stelpu, og hún á móti, en hún væri ekki viss hvað hún ætti að halda, þó við værum alltaf að tala saman, alltaf að faðmast, kúrandi og horfa á vídjó eða eitthvað, og vildi að ég hefði kannski tekið á skarið og kysst hana á hálsinn.. bara sem dæmi hérna, og segjum ef ég geri það, og þá spyr ég hvort það sé í lagi, og kannski þróast það út frá því og kannski myndi það enda með góðu sambandi,
En.
En ef að ég hefði ekki gert það, og sæi eftir því, en feimnin náði yfirtökum á mér, þá er ekkert sem ég hefði getað gert til að laga það.
Hún myndi fara óviss heim og óvissa fer út í efasemdir, efasemdir fara út í afbrýðissemi ef hún sér mig tala við aðra stelpu, þó það sé bara sem vin, svo leiðir afbrýðissemi út í illsku því að hún heldur að ég vilji sig ekki, haldi að ég geti bara hent henni burt, og að lokum leiðir illska til haturs og það sem við höfðum verður aldrei rétt á ný.
Þetta er ofboðslega ýkt dæmi hjá mér, ég veit. En dæmi samt sem áður, og það sem ég er að reyna að segja er að ef að önnur manneskjan er feimin, þá Á hún ekki að gera neitt, kannski þróast sambandið af sjálfu sér, kannski eru báðir aðilarnir feimnir.. en þau verða að stíga fyrsta skrefið saman, vera opin og tala saman. Par sem getur ekki talað saman mun ALDREI endast, gæti aldrei sagt hvað þau væru ósátt við.. sem myndi leiða út í allt það sem ég var að lýsa áðan.
Þannig að ef manneskja er hrifin, þá Á HÚN AÐ STÍGA SKREFIÐ. Ég er ekki að reyna að hljóma reiðilega, eða vera leiðinlegur, alls ekki.. ég vil bara benda svo einfaldlega á það að það er enginn sem á að taka skrefið. Og ef einhver, þá er það sá sem hafði áhugann í fyrsta lagi, ef þið bíðið, þá græðiði ekki neitt.
Ég vona að þú skiljir hvað ég er að fara út í,
því að svona hlutur er eitthvað sem ég vil síst lenda í,
og þess vegna reyni ég alltaf að segja stelpum það sem mér finnst til að hafa eins opinskátt samband og ég get við þau, sama þótt ég sé hrifinn eður ei. Það getur líka stofnast góð vinátta af heiðarleika.
And the truth shall set thee free.
Ég vona innilega að þú skiptir um þá skoðun, að strákar eigi að meika múvið,
sama þótt þú myndaðir þá skoðun á því að strákar “meiki” frekar “múvið”. Sem ég trúi alveg, stelpur eiga oft erfiðar með það að tjá sig á þann hátt, en þegar þær gera það þá viðurkenni ég alveg að það er eitthvað það fallegasta sem hægt verður að segja, og stelpa sem gæti nýtt sér það gæti án efa gert einhvern strákinn glaðan.
Skilurðu mig?
Því ég vona það, og vonandi skiptirðu um skoðun,
og einu sinni enn, ég er ekki að reyna að móðga þig á neinn hátt,
ég reyni það aldrei,
ég verð bara að segja ða mér fannst leiðinlegt að sjá 18 ára stelpu, sem er orðin lögráða, má lifa sínu lífi núna eins og hún vill, myndi þá skoðun að strákurinn er sá sem á að taka á skarið. Sem er, einfaldlega, ekki, satt. Því miður. Og þú ættir að geta séð það:)
Kv, Doddi.