Af hverju ættirðu að segja einhverri manneskju bara sísvona að þú sért “ástfangin/nn” af henni?
Hverju ætti það að skila? Væriru að búast við því að hún myndi bara kyssa þig á kynnina, taka í höndina á þér og svo leiðist þið út í sólarlagið?
Það er í besta falli til þess að skapa vandræðalega þögn, ef það er ekki bara krípí.
Sammála. Finnst líka mikið betra ef það er farið hægt út í svona. Ef einhver segir við mig að hann sé hrifin af mér..þá bara..veit ég ekki hvað ég á að gera :P Mikið betra að fá bara svona lítil skref í einu sem leiða síðan út í annað…
Þarf ekki að vera: ,,Hérna..sko…ég..þarf að segja ég soldið..ég er sko, hérna..geðveikt, ehh..hrifin/nn af þér."
Auðvitað getur það líka komið vel út en mér finnst í flestum tilvikum best að þetta sé bara gert smá saman í gjörðum okkar. Svo þegar fólk er byrjað saman getur annar aðilinn sagst elska hinn.
Vó..varð soldið langt svar..ja, já..allvegana, í stuttu máli: ég er sammála. Haha :P :)