Oh, please. Það er hægt að nota orðið yfir þesskonar bjartsýnis glasið-er-hálf-fullt þjóðernis- og náttúrudýrkun sem þú ert að tala um eða það er hægt að nota það einfaldlega yfir ást og samskipti kynjanna, sem er greinilega það sem er verið að gera á þessu áhugamáli.
Þetta er eins með orðið “módernískt”. Eitthvað sem er módernískt er eitthvað sem er nútímalegt; nýtt. Þýðir það þá að 40 ára gömul módernísk verk séu ekki lengur módernísk? Ef þú kýst að gera engann greinarmun á notkun orðsins í listum og notkun orðsins í daglegu tali, þá er það víst þannig.
Málið er samt sem áður þannig að við eigum að gera greinarmun á notkun orðsins eftir aðstæðum.
Iphone er rosalega módern fyrirbæri en á það eitthvað skylt við það sem Guðbergur Bergs eða Jackson Pollock voru/eru að gera?
Það sem þú ert að gera er að henda þessu (sem þetta áhugamál snýst um)
http://en.wikipedia.org/wiki/Romance_%28love%29og þessu (sem ætti betur heima á /bókmenntir og listir)
http://en.wikipedia.org/wiki/Romanticismsaman í eitt.