Ég held að mér sé ekki viðbjargandi…

Held að ég geti ekki lært að sleppa yfirhrifningar skotunum alveg, sem er alveg svakalega slæmur ávani. Ég er kanski ekkert yfir ástfanginn af einhverjum strák í mörg hundruð ár, en hann er svona alltaf einhvernveginn .. aftan í hnakkanum. Skiljiði mig? – Er enginn leið til að sleppa þeim alveg, þannig þeir séu ekki að sitja aftur í hnakkanum?
Veit ekki hvernig ég get útskýrt þetta .. Get komið með alveg svakalega ömurlega langa sögu? Hún er samt ógeðslega leiðinleg, og þetta eru bara venjulega táningsstúlkudramavandamál (en svona er þetta, ég á að vera svakalega sterk manneskja, þannig ég hef engann til að væla í, þannig ég verð bara að væla í ókunngum..).

Allavega, einhverntíman fyrir langalöngu var stelpa sem kynntist þessum strák, sem bjó langtlangt í burtu. Þau urðu frekar hrifin, héldu sambandi á netinu og í gegnum síma. Síðan kemur gamall “kærasti” sem stelpan á sögu með, sem býr ekki langtlangt í burtu. Hann byrjar að tala við hana, og fleira skemmtilegt – þannig að gamla skotið kviknaði aftur. Hvað var nú til brags að taka? Ekki gat hún dregið þá báða á asnaeyrunum, hún varð að velja. Og útaf því hún hafði ekki bestu reynslu af fjarsamböndum ákvað hún að velja strákin sem bjó á sama stað og hún.
Það fór ekki betur en svo að hún og nýji kærastinn voru rauninni í fjarsambandi, á sama staðnum. Svo þau hættu saman eftir einhverja mánuði.
Svo einn góðan veður dag hringir draumaprinsinn úr langtíburtu í hana og byrjar að spjalla, hún segjir honum að allt sé búið með kærastanum og þau byrja að tala saman aftur, og hvað gerist – skotið vaknar upp hjá þeim báðum. Þau eiga tvo góða mánuði, og hittast og kyssast og verða yfir sig ástfangin.
En hvað gerist? Stelpan þarf að flytja LANGTMEIR í burtu (í ákveðin tíma). Þau ákveða að halda sambandi, en láta þó ekki önnur tækifæri framhjá sér fara. Jæja, stelpan lætur nú samt önnur tækifæri framhjá sér fara þar sem hún er svo yfirsig ástfangin af þessum strák. En svo gerist það bara að strákurinn hverfur allt í einu, án viðvaranna, og lætur ekkert af sér vita.
Stelpan verður auðvitað bitur og sár, þar sem þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist, og þar sem hún bað hann sérstaklega um að láta sig ekki hverfa bara allt í einu, heldur allavega segja eitthvað, þótt það væri ekki nema stutt “bæ”.
Síðan kynnist hún þessum öðrum strák, verður aftur svakalega hrifin, en það var líklega bara þessi “bad boy” dæmi í gangi… Eitthvað nýtt og spennandi, sem endaði samt í því að vera lamin og að missa barn – hún samt ákvað að losa sig úr því, með erfiðleikum tókst henni það. Þótt það hafi verið svakalega sárt, því ótrúlegt en satt þótti henni svakalega vænt um strákinn.
En hvað gerist þá? Kemur þá ekki draumaprinsinn aftur upp á yfirborðið og segjist enn vera yfirsigástfanginn af henni .. En hann hvarf jafn fljótt og hún ákvað að gefa honum séns, og hann sem átti að vera svona góði strákur. ;)

Köttur útí mýri, setti uppá sig stýri, úti er ævintýri!

.. Ég verð allavega ekki rithöfundur þegar ég er orðin stór.

Ég vil bara .. loooosna við þann seinasta úr huganum. Ég vil þegar ég sé hann loksins (ef það nú gerist, en þið vitið – ísland er lítið) að ég fái ekki þennan sting í brjóstið. Ég vil geta sagt “nei sæll” eins og ekkert hafi í skorið (eða taka annan stæl og labba bara framhjá honum eins og ekkert hafi í skorið).
Svoo .. Þú veist, ég er ekkert heartbroken lengur. Ég meina, ligg ekki heima uppí rúmi hágrátandi yfir honum eða eitthvað á hverju kvöldi – þarf bara svona loka kikkið til að kikka honum útúr hausnum á mér. Skilst du?
Ekkert töframeðal til að laga þetta?

Any suggestions? :)

Þá er ég samt alveg búin að .. hella úr mér, er þannig ekkert að byðja ógeðslega mikið um einhver ráð, bara – er að væla í ókunnugum. :)