Hæ,
Ég er með smá vandamál. Ég er búin að vera með kærastanum í tvö ár núna og ég elska hann alltaf meira og meira. Samt er eitt sem er að bögga mig.
Þegar við vorum að byrja saman sagði hann mér frá því að fyrsta kærastan hans (ég er þriðja) hefði haldið framhjá sér með besta vini hans. Það er nottla ömurlegt og ég vorkenndi honum alveg gífurlega því að það er ekkert EKKERT ömurlegra enn framhjáhöld!
Svo núna fyrir hálfu ári komst ég að því í gegnum sameiginlega vinkonu okkar að hann hefði haldið framhjá þessari kærustu sinni með stelpu sem var besta vinkona hans at the time. Þau voru semsagt að halda framhjá hvort öðru á sama tíma.
Ég spurði hann útí þetta og sagði að þetta væri ekkert mál nema að það böggaði mig að hann hefði ekki sagt mér frá þessu. Hann varð bara ofsalega fúll og vildi ekkert um þetta tala.
Einhverja hluta vegna böggar þetta mig ennþá og ég er enn voðalega sár að hann skyldi ekki segja mér þetta sjálfur.
Eitt í viðbót. Þar sem að ég veit hvaða stelpu hann hélt framhjá með (en hann veit ekki að ég veit það) og þau eru enn vinir í dag þá spurði ég hann eitt sinn hvort að eitthvað hefði verið á milli þeirra og hann sagði nei. Hann var semsagt að ljúga að mér með þetta líka. En ábyggilega bara til að halda mér góðri.
Málið er að ég veit að hann myndi aldrei gera mér það að halda framhjá mér…ég trúi því alveg innilega. En einhverja hluta vegna böggar þetta mig samt.