Mér barst annað bréf í pósti þar sem ég var beðinn um að senda það inn nafnlaust. Endilega svarið eftir bestu getu.

Hér er bréfið:


Ok, ætla bara byrja á byrjuninni. Ég og kærastinn minn byrjuðum saman fyrir tæpum 2 árum síðan. Margt hefur gengið á og nýlega fann ég óhóflega mikið magn af klámi i tölvunni hans. Ekki að ég hafi neitt á móti að hann skoði klám, en þetta voru 2000 klámmyndir. Er það eðlilegt magn, eða á ég að hafa áhyggjur?
Sambandið okkar hefur verið mjög upp og niður. Það koma mjög góðir kaflar og svo frekar slæmir kaflar, þar sem ég íhuga alvarlega að hætta með honum. Ástæðunar fyrir því hafa verið ýmsar. T.d. hann getur aldrei opnað sig nema ég þrýsti mjög á hann. Ég veit raunar aldrei hvar ég stend gagnvart honum. Ólík, við rífumst útaf fáranlegustu hlutum. Hann á marga drykkjufélaga og var að prufa dóp áður en við kynntumst, sem hefur skapað vandræði því ég á erfitt með að treysta honum einum á djamminu.
Nýlega fórum við að búa saman, og erfiðleikarnir hafa verið meiri eftir það.
Ég er 20 ára, og hef verið á föstu síðan ég var 15 ára gömul. Fyrsta sambandið entist í 2 og hálft ár, og næsta í mánuð, og eftir það fór ég beint í samband með þeim sem ég er með núna. Þannig að ég hef ekki verið ein í tæplega 5 ár. Hef oft velt því fyrir mér hvort að það sé kominn tími að vera ein í smá tima, áður en maður verður of gamall.
Mér þykir vænt um þennan sem ég er með núna, en allar þessar pælingar og erfiðleikar gera mér erfitt fyrir að vita hvort ég sé að ruglast á ást eða hræðslu um að vera ein.

Með von um góð svö
Gaui