Já þannig er mál með vexti að ég heyrði tvo stráka tala saman í skólanum um daginn og annar strákurinn sagði við hinn “hvað á ég að gera, kærastann mín vill ekki ríða, segist ekki vera tilbúinn, meina við erum reyndar bara búin að vera saman í 1 viku en samt” þá svaraði hinn strákurinn “hættu bara með henni” og gaurinn sagði já ég ætla að gera það..
mér blöskraði svo mikið að heyra þetta, því að mér finnst það nokkuð ljóst að ef hann getur ekki beðið í eina viku þá er hann ekkert hrifin af stelpunni.
En þetta virðist samt svo rosalega algeingt.
svo ég vil bara spyrja: mynduð þið hætta með eithverjum sem þið elskuðið því að hann/hún vill ekki ríða eftir eina viku???