Jæja ég vil spurja forvitnast hérna aðeins..
En ef þið sjáið einhverja manneskju sem ykkur líst vel á eða eitthvað þannig og svo sjáiði að sú manneskja er með spangir, minnkar þá áhuginn eða breytist hann, jafnvel bara ósjálfrátt?
Málið er að ég er ekki með mikið sjálfstraust og plús kominn með spangir svo það er, well you do the math.
En ég er svo svakalega “hræddur” um að fólk svona bakki til baka ef það sér að manneskjan er með spangir. Engin spurning að einhverjir eru þannig, en vildi sjá hvort það væri algengt. Breytist áliti á manneskjunni útaf spöngum ?
Það er öðruvísi ef maður hefur kynnst manneskju sem fær svo seinna spangir, þá er það annað, en finnst ykkur persónulega að spangir skipti miklu varðandi fyrstu kynni og jafnvel breyti þá viðhorfi varðandi manneskjuna ?