Ég er nú aðalega að skrifa hérna til að fá smá útrás. Held nú ekki að þið getið hjálpað mér mikið, en ef þið getið gefið mér einhver smá ráð, þá væri það æði!
Jæja..ég byrja bara á byrjuninni. Einu sinni var ég í einni búð og mér fannst strákurinn sem afgreiddi mig mjög sætur. Allavegana spáði ég ekkert meira í það enda sér maður oft sæta stráka :)
Síðan byrjar skólinn en þá sé ég þennan sama strák aftur. Ég veit ekki hvað það er..ég þekki hann ekki baun, og veit ekkert um hann, veit ekki einu sinni hvað hann heitir. Samt líst mér svo ótrúlega vel á hann! Hann er ekki sætur eins og svona gaur og bíómyndum…það er bara eitthvað við hann sem ég get ekki útskýrt. Hann virkar samt frekar feiminn..en það er bara eitthvað sem mér finnst mjög sætt og passar vel við mig þar sem ég er líka frekar feimin:)
Ég hef stundum verið að líta til hans í skólanum og svona en mér fannst hann ekkert taka eftir mér þangað til allt í einu, þá fannst mér hann stundum vera að horfa á mig og svona. En hvað gat ég gert? Ég þekki hann ekki neitt og ég hef ekki hugmynd hvernig ég gæti startað samræður út af engu. Ég er alls ekki feimin við vini mína og sumt fólk sem er opið en ég á frekar erfitt með að tala við ókunnuga..og sérstaklega þar sem ég hef soldinn áhuga á honum. (Sem mér finnst mjög skrítið þar sem ég þekki hann ekki neitt!)
Síðan leið tíminn og ekkert gerðist.
Nema svo fór ég á ball. Ég vonaði að hann myndi koma og ég lofaði sjálfri mér að ef hann myndi mæta myndi ég dansa við hann og reyna kanski að kynnast honum eða eitthvað. Ég var eitthvað að dansa þarna með vinum mínum og þá sá ég hann og vá hvað hann var sætur! Þetta var svo eins og í bíómyndum þar sem maður sér bara manneskjuna sem maður horfir á og allt hitt hverfur. En þá var komið að mér að gera eitthvað…En ég gerði ekki neitt, dansaði bara við vini mína og vinkonur og svona.
En síðan labbaði ég framhjá honum. Það var mjög þröngt þarna og ég notaði tækifærið og strauk mér upp við hann. Vinkonur mínar stóðu hliðina á honum og dönsuðu þar og allt í einu var ég komin á móti honum. (Ég var náttúrulega enn dansandi þar sem ég var á balli). Ég leit til hans og brosti smá en þá tók feimnin yfirhöndinni og ég leit burtu. Ég sá að hann horfði á augun á mér á sama augnabliki og ég horfði í hans en hann leit síðan líka í burtu. Heh..kanski svipað feiminn og ég? :P Ég var að reyna að peppa mig upp í að fara að dansa almennilega við hann en mér leið svo kjánalega þar sem ég þekkti hann ekki neitt og fanst svo asnalegt að byrja bara að dansa við hann eins og ég þekkti hann. Þá greip vinkona mín í höndina á mér og spurði hvort ég nennti að fara með henni á klósettið. Í fljótfærni og kanski til að forðast þetta kjánalega móment sagði ég já og fór með henni. Sá samt strax eftir því. Þegar ég var búin að vera smá stund hjá henni að bíða á klóstinnu fór ég aftur fram og reyndi að finna hann en hann var farinn frá þessum stað og ég fann hann ekki aftur…
Ég hélt þá bara áfram að dansa og sá hann ekki fyrr en ég lok ballsins þegar hann var að fara út..
Ég er svo ósátt við sjálfan mig að hafa ekki gert neitt í þessu. Ég var svo ánægð með sjálfan mig á þessu balli og þetta var eitthvað svo ,,perfect“. Ég vil alls ekki hljóma egó en mér fannst ég mjög flott máluð, var ánægð með hárið á mér og fannst ég vera í mjög flottum fötum. Samt gat ég þetta ekki.. Þar sem ég gat þetta ekki þarna er ég hrædd um að ég geti þetta aldrei. Og ég fékk svo fullkomið tækifæri. Fullkomið tækifæri sem ég mun ef til vill aldrei fá aftur! Æ…nú er ég allvegana búin að fá útrás..langaði bara til að spurja ykkur að nokkrum spurningum sem ég hef verið að spurja sjálfan mig að..
1. Finnst ykkur ekkert asnalegt að vera ,,hrifin” (ok kanski ekki beint hrifin en eitthvað) af strák sem ég þekki ekki neitt. Ég veit ekki einu sinni hvað hann heitir! Er ég ekki geðveikt creepy að vona að hann komi á ballið þar sem ég þekki hann ekki neitt?
2. Þetta er asnaleg spurning en…ok. Er ekkert asnalegt að fara allt í einu bara að dansa við einhvern sem maður þekkir ekki neitt? Ok, ég veit að margir gera það..og mér finnst það ekkert asnalegt. En þegar ég var að reyna þetta þá leið mér mjög asnalega :/
3. Eruð þið með einhver ráð handa mér til að nálgast hann? :/
Ég held að hann sé svipað feimin og ég..ég dansaði við nokkra stráka þarna á ballinu (vini mína) og sumir voru að reyna við mig og svona. Ef hann hefur áhuga á mér þorir hann pottþétt ekki að gera neitt…En svo kanski hefur hann ekkert áhuga. Kanski er þetta bara allt ímyndun í mér og hann hefur kanski ekkert verið að horfa á mig…
Æ, ég veit það ekki. Afsakið hvað þetta er langt..ég bara gat ekki stoppað, hehe. Vonandi getið þið allavegana hjálpað mér eitthvað og ef þið getið það ekki væri ég mjög þakklát ef þið gætuð commentað eitthvað og sagt ykkar skoðun. Ég þarf að láta pempa mig upp :)
An eye for an eye makes the whole world blind