hmm… vissi ekki um neitt betra til að skíra þennan kork….


en, núna fyrir nokkrum dögum byrjaði ég að dúlla mér með stelpu, fyrir enn færri dögum, þá byrjuðum við saman og allt í gúdíí með það. Erum bæði frekar hamingjusöm. Nema hvað að ég bý á selfossi og hún býr í Rvk. ég reyndar keyri á milli alla daga í skóla og það er ekki að ég hitti hana ekki nóg, en þegar ég er á Selfossi, þá finn ég fyrir miklum söknuði í hennar garð og mér finst það frekar óþægilegt, því ég hef ekki geta sagts sakna manneskju án þess að vera að ljúga að einhverjum í nokkur ár. Svo allar þessar tilfinngar sem ég er að finna fyrir er allt frekar nýtt fyrir mér og í fyrsta skipti finst í langan tíma finst mér að eitthvað “real” sé að gerast hjá mér.

Sem leiðir að því að mér finnast allar þessar tilfinningar óþægilegar og ég veit ekki alveg hvernig ég á að meðhöndla þær og hvernig ég á að bregðast við þeim.

Svo, ef einhver hérna getur gefið mér smá hjálp með hvernig ég get tekið á þessum tilfinningum svo mér geti byrjað að finnast þær allt í lagi, því ég vil alls ekki missa þessa stelpu frá mér. Svo, ef einhver hérna veit hvað ég er að tala um, þá má hann/hún alveg styðja aðeins við bakið á mér, því mér líður eins og ég sé að fara að synda í fyrsta skipti á hjálpar ef svo má að orði komast :S

Takk, Sticky
Nissan Primera GX ‘97 *búið að henda*