Mér barst annað bréf í pósti þar sem ég var beðinn um að senda það inn nafnlaust. Endilega svarið eftir bestu getu.

Hér er bréfið:


Fyrir svolitlu hætti ég með mínum fyrrverandi eftir frekar langt samband fyrir að vera bara leiðinlegur við mig og fara illa með mig.

Eftir þetta break up vorum við svona on off í langan tíma og hættum aldrei að hittast. Þar til að það kom að því að við hættum að hittast útaf ákveðnu atviki. Mér var skítsama þá og pældi ekkert í því, var eiginlega bara meinilla við kauða og sátt við að vera laus við hann.

Samt fann ég aldrei neitt þegar ég hitti aðra stráka, ekki smá áhuga ekki neitt, mér langaði bara ekkert að hitta aðra stráka. Eftir langar pælingar áttaði ég mig bara á því að ég ber enþá mjög sterkar tilfinningar til fyrrverandi, sem ég hefði bara bælt niður með pirringi.

Og það er svo óþæginlegt mér langar svo að segja honum, eða fá að hitta hann aftur eða einhvað, því honestly veit ég ekkert hvernig hanns viðbrögð yrðu. En hinsvegar þá fór hann mjög illa með mig og mér langar ekkert í það samband aftur.

ætti ég einhvað að vera tjá honum þetta, því það eina sem ég hef sagt honum undanfarið er bara það að mér sé skítsama, svo hann hefur ekki hugmynd um hvernig tilfinningar ég ber til hans, og ég hef ekki hugmynd um hvort hann beri einhverjar til mín.

Samt langar mér ekki í sambandið aftur, mér langar meira bara að fá að hitta hann, og fá smá knús, kannski kúr. Frekar skrýtið kannski því ég hef engan áhuga á sambandinu.

Ég veit eiginlega ekki alveg afhverju ég skrifa þetta hér, bara fá álit, munduð þið vilja heyra þetta ef þið væruð HANN í þessari aðstöðu? Annars bara líka smá útrás því ég þori ekki að segja neinum þetta aþví ég er bara búnað segja fólki hvað ég er ánægð að vera laus við hann…

Afsakið samt hvað þetta er ónákvæmt, ég vil ekki að fólk sjái strax að þetta sé -ég- skiljiði. Ef þið hafið góða hugmynd um aðstoð handa mér en þurfið nánari upplýsingar, endilega kommentiði bara þráðin og segjið mér það, þá sendi ég ykkur einkaskilaboð =/

Takk fyrir.
Gaui