Fyrir um hálfu ári hætti ég með strák sem er mikið inná Huga og gengur undir nafninu VikingMan (vill taka fram að þetta er ekki persónuleg árás). Ég var að lesa yfir korkana hans og eitthvað svoleiðs stuff og það fyllti mælin hjá mér gersamlega að sjá suma hluti þarna sem voru á einhvern hátt tengdir mér. Okey við vorum saman í um eitt og hálft ár woohoo en seinasta hálfa árið hafði ég velt þvi mikið fyrir mér hvað mig langaði út úr sambandinu en var hrædd því í þau skipti sem ég reyndi þá gerðst eitthvað eins og t.d hann að berja hausnum í veggnina og fá gat á hausinn og koma svo inn al blóðugur…hmm hvað gerir maður þá. Allavega ég var búin að gefast upp á að reyna að komast út úr sambandinu ( ég meina við erum að tala um um það bil hálft á ag gersamlega kynlífslausu sambandi ) en þá hitti ég gaur á menningarnótt sem er vinur stórabróður míns og hann fékk mig til að brosa á ný. Hann sagði mér að hann hafi líka verið i svona sambandi og að maður þirfti bara að stökkva á sjá hver úkoman væri þvi það væri ekki mér að kenna hvað hann mundi gera sjálfum sér. Ok ég fór heim og hugsaði þetta en fór alltaf að vera meira og meira í sambandi við þennan gaur, svo rann það upp fyrir mér að ég var bara orðin bálskotin í honum.

Okey þetta er sagan svona lauslega en hérna smá lýsing á því sem ég gerði. Ég reyndi að hætta í sambandinu í góðu og vildi vera vinur hanns og hann sagði að það væri minnst mál. En þá bar ég virkilega alvarlegar tilfinningar til gaursins sem ég hitti á menningarnótt og hann bar þær til mín lika þannig við svona áhvaðum að byrja saman (og erum enn saman). En þar sem ég vildi vera hreinskilin þá sagði ég fyrrverandi frá því, en nei… þá tromaðist hann og sagði að ég hafði haldið framhjá honum og hvaðeina og vildi ekkert með mig hafa eða mína fjölskyldu ever again og þar með hefur hann ekki haft samband með mig síðan.

En ég er nú ekki að grenja út af því því ég er í mjög góðu sambandi og við erum rosalega hamingjusöm og bla bla bla. En þá kemur það sem ég skil ekki það er afhverju hann er að reyna að fegra þetta herna á Huga eins og að segja að hann hafi áhyggur af því hvort mér líði vel og hvort ég sé hamingjusöm þegar það var ég sem reyni að hafa samband við hann en hann vildi ekki sjá mig, afhverju er allt mér að kenna og afhverju er ég svona vond… Er það af því að í hvert skipti sem honum leið illa þá var ég til staðar en þegar mér leið illa þá þurfti ég á endanum að hugga hann, var ég svona vond fyrir að taka hanns hag fram fyrir minn eiginn og vera alltaf til staðar þegar systir hanns féll aftur og aftur í neyslu þó svo að bróðir minn hafi verið helmingi verri og ség oftast nær dauða en lífi á einhvern hátt. Var það svona slæmt af mér að enda sambandi ÁÐUR en ég muni hugsanlega halda framhjá honum.


mig langar að vita samhvæmt þessu….VAR ÉG VONDIKALLINN Í ÞESSU SAMBANDI ?????
Andrea loves her chrome.