Á við hálfgert vandamál að stríða. Það hefur aldrei truflað mig en mér finnst það mjög undarlegt.

Það vill svo til að ég var að dúlla mér með einhverri stelpu fyrir rúmlega einu ári. Það samband gekk ekki upp og auðvitað var ég leiður í 2 mánuði eða eitthvað. Eftir það var ég bara góður.

Vandamálið er að ég verð bara ekkert hrifinn. Ég sé stelpu og finnst hún skemmtileg og sæt(og langar að ríðenni) en hef samt lítinn áhuga á að byrja með henni en fæ samt engann fiðring í magann eða neitt. Ég veit ekki hvort vandamálið tengist þessari stelpu eða ekki. Þetta truflar mig ekkert en mér finnst þetta samt frekar skrýtið og vildi heldur að þetta væri ekki svona.

Hefur einhver annar hér lent í svipuðu og ef já, hvað gerðuð þið?