-Prufa nýja hluti í rúminu
-Gera eitthvað annað en að hanga bara heima, t.d:
göngutúrar, fara út að borða, fara á tónleika, leikhús, bíó, á söfn, á sýningar, í ferðir, kaffihús, ofl ofl ofl
-Ákveða það að koma hvoru öðru á óvart með einhverju allavega 1sinni (helst oftar) í mánuði. Ekki ákveða hvenær eða hvað, bara leyfa að koma á óvart. Kærastinn minn t.d. kemur mér rosa oft á óvart með því að bjóða mér eitthvert út eða hafa dekurkvöld fyrir mig þar sem hann nuddar mig og allskonar
-Gefa hvoru öðru gjafir án tilefnis
-Mikilvægt: “couple time”: Taka frá tíma eins oft og hægt er, helst á hverju kvöldi, til þess að sitjast niður saman og bara tala og láta þennan tíma ganga algjörlega út á YKKUR og ekkert annað. Rosalega mörg pör segjast vera mikið “saman”, en eru í raun bara í kringum hvort annað. T.d. er ein manneskjan í tölvunni og hin að horfa á sjónvarpið. Það er ekki að vera saman, það er bara að vera í sama herberginu. Ég og kærastinn minn gerum reglu úr því að kveikja á kertum á hverju kvöldi og setjast niður og bara spjalla, nudda lappirnar á hverju öðru og tala um hvernig okkur líður, hvernig dagurinn var, hvað ætlum við að gera á morgun, ofl .. Þetta endar oftar en ekki í margra klukkustunda spjalli og er mjög endurnærandi fyrir sálina og sambandið
-Finna sameiginlegt áhugamál sem hægt er að stunda saman, mjög mikilvægt og getur verið endalaust skemmtilegt. Ég og kærastinn höfum t.d. ást okkar á bókum, listum, tónlist, sagnfræði, heimspeki og trúarbrögðum, og getum talað endalaust um þessi málefni, farið á listasýningar og farið á bókasafnið og fundið bækur, rætt um þetta.. Förum stundum í Kolaportið í bókaveið og komum heim með margar bækur, finnst þetta rosalega gaman að gera saman
-Skipuleggja ferðalög saman þar sem þið farið ein, þetta er rosalega skemmtilegt.. fór með kærastanum síðasta sumar til DK og við eyddum viku ein á hóteli og löbbuðum að skoða og fórum á veitingastaði og borðuðum ógeðslega góðan mat og töluðum lengi saman.. ógeðslega gaman og ég get ekki beðið til sumarsins, þá förum við til Berlínar
-“date-night”, skipuleggja kvöld þar sem þið farið á alvöru date, klæðið ykkur í flott föt og farið á veitingastað og hafið það rosa rómó, borða góðan mat yfir kertaljósi og tala saman, svo heim í bólið ;)
-segja hvoru öðru hvað þið elskið við hvort annað og hvað þið eruð þakklát fyrir. Sniðugt að bæta þessu inn í “couple time” sem ég tala um að ofan
-tala um hlutina! hvað viljum við gera? hvernig líður okkur? hvað viljum við gera meira af og hvað minna af? hverju eigum við að bæta inn í sambandið? hvað vantar? hvað er nóg af?
Ég er full af svona hugmyndum, endilega bara hóaðu í mig á MSN ef þig vantar fleiri.. Góð sambönd gerast ekki bara, þau krefjast samvinnu, en það er ógeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeðslega gaman að vera í frábæru sambandi þar sem allt er æðislegt. Ég fæ ennþá fiðrildi í magann þegar ég tala við kærastann minn í símann eða þegar hann kemur heim úr skólanum, og við erum búin að vera saman í sirka eitt og hálft ár :) Enda höfum við bara vissar “reglur” í sambandinu sem við fylgjum eftir, eins og “couple time” og “date night” og að koma hvoru öðru á óvart.