Þannig er mál með vexti að kærastan mín ákvað að hætta með mér fyrir ca. 3 mánuðum. Ég var yfir mig ástfanginn af henni og hefði ekki getað ímyndað mér neitt verra en þessar fréttir sem hún færði mér og mér fannst hún ekki hafa neina ástæðu í rauninni því að það hafði allt verið svo gott hjá okkur meðan við vorum saman. Ég spurði hana þess vegna af hverju hún væri að gera þetta og hún sagði að hún væri ekki viss hvort hún vildi vera í sambandi og vildi frekar slíta þessu núna í góðu heldur en sienna og við aldrei getað talað saman aftur. Þannig ég varð bara að sætta mig við að ég og stelpan sem ég elskaði meira en allt (og geri reyndar enn) vorum ekki lengur saman heldur bara vinir. Ólíkt öllum sem að ég hef kynnst þá virkaði þetta ”vinasamband” okkar alveg ótrúlega vel. Enda hún langbesti vinur sem ég hef nokkurn tíman átt og efast um að ég eigi eftir að eignast einhvern betri.
Fyrsta mánuðinn eftir að ég fékk hörmungar fréttirnar gekk allt eins og ég sögu við vorum góðir vinir og ég var orðinn nokkuð vongóður um að við myndum byrja aftur saman. Það sem lét mig halda það var að við vorum alltaf að kyssast og sváfum nokkrum sinnum saman og ég gisti líka stundum hjá henni án þess að nokkup gerðist og allt var bara gúddí. Svo fór að síga á ógæfu hliðina hjá mér. Það var annar gaur byrjaður að reyna mjög mikið við mína fyrrverandi og þó svo hún neitaði þegar ég spurði hana þá sýndist mér nú á henni að hún væri alveg sátt við athyglina og hefði nokkurn áhuga á þessum strák. Þrátt fyrir þennan gaur þá breyttist ekki mikið á milli okkar. Ekki strax allavega.
Hún segir mér að hún viti ekki hvað hún eigi að gera í sambandi við þetta allt. Hún segist vera hrifin af mér (segir aldrei neitt um hinn en ég veit að hún er hrifin af honum). Ég er búinn að vera að bíða eftir að hún ákveði sig síðan að við hættum saman. Mér finnst ömurlegt að lifa í óvissu en ég vil ekki krefja hana um nein svör því að ég veit að þeta er líka erfitt fyrir hana, ég er ekki sá eini sem á erfitt. Ég vil mest af öllu að hún vilji mig aftur og ég veit að ef að hún byrjar með gaurnum þá mun ég ekki getað umgengist hana sem þýðir að ég mun missa besta vin minn og vonina um að ná aftur stelpunni sem ég elska meira en allt. Ef ég þarf að horfa á hana hoppa í fangið á þessum strák veit ég ekki hvað ég á að gera.
Ég sem sagt er í mikilli klípu og veit ekkert hvað ég á að gera. Ég elska þessa stelpu og vil hana meira en allt en ég meika ekki alveg að bíða endalaust því að mér er búið að líða ömurlega allan þennan tíma. Ef hún velur mig ekki þá er ég mjög illa staddur því þá missi ég ekki bara vonina um hana sem kærustuna mína heldur missi ég líkalang besta vin sem ég hef nokkurn tíman átt. Hvað á ég að gera? Á ég að bíða og gera ekki neitt? Á ég að gera eitthvað í þessu? Mig vantar aðstoð því að ég veit ekki neitt í minn haus.
Ég veit að það sem ég r búinn að skrifa er sett upp eins og algjör steypa og virkilega erfitt að fatta þetta. Það er fullt af atriðum sem ég skrifa ekki niður vegna þess að ég er í svo mikilli geðshræringu að ég man ekkert hvað ég er búinn að skrifa og ætla bara að senda þess svona til að gá hvort einhver geti hjálpar mér eitthvað.
Ekki koma með svör eins og : hættu bara að hugsa um hana…..slepptu þessu bara, finndu þér nýja…..og eitthvað svo leiðis ég get það ekki ég get ekki hætt bara sísvona að hugsa um hana.
Og ég vinsamlegast afþakka öll skítköst