Ég er að senda þetta inn fyrir vinkonu mína sem vill ekki koma fram undir nafni.
Jæja, þannig er mál með vexti að ég á frábæran kærasta. Við erum búin að vera saman í rúmlega ár og smellpössum saman. Við rífumst ekki, höfum bara mismunandi skoðanir á hlutum en eins og ég segi – við rífumst ekki um það. Við erum í sama skóla og þekkjum flest sama fólkið.
En svo er það nú þannig að hvorugt okkar á mikið af vinum. Ég er alveg ágætlega sátt þannig, ég vil ekki þekkja of marga í einu og er auk þess mjög picky. Á líka erfitt með að finna fólk sem fílar mig en það er allt í lagi. Hann er aftur á móti ekki sáttur, skiljanlega, og er byrjaður að kynnast fólki. Sem er bara gott en…
…Vandamálið er bara hvað ég er sjúklega öfundsjúk út í allar stelpur sem hann kynnist. Ég er alveg búin að vanda mig við að sætta mig við þetta en það er svo erfitt.
Í grunnskóla átti ég bara fáar vinkonur í einu. Og eins og fylgir grunnskóla þá urðu vinkonuslit og svo framvegis. Mín komu bara alltaf fram svona; Ég og stelpa urðum vinkonur. En um leið og sú stelpa finnur aðra stelpu sem er skemmtilegri en ég þá er ég bara orðin rusl og mér er hent til hliðar. Eins og ég sé bara að fylla í skarðið þangað til eitthvað betra finnst. Svona var þetta líka með meirihlutann af þessum fáu samböndum sem ég hef verið í áður.
Það hjálpar ekki heldur að ég er ekki í mínu besta formi sem stendur og líður ekkert alltof vel með mig en er að reyna að gera e-ð í því þó að það gangi nú illa.
Nú, hér kemur aðalmálið. Nýjasta stelpan sem hann kynntist fer agalega í taugarnar á mér. Ég veit að hluti af því er bara öfundsýki…
Upp á síðkastið hefur hún átt við einhver strákavandamál að stríða sem hann hefur verið að hjálpa henni með en hún hefur sjálf gefið í skyn að hún sé svolítið mikið out there fyrir stráka. Svaf hjá besta vini fyrrv. kærasta síns blindfull fyrir stuttu til dæmis. Það róar mig ekki niður! Hún hefur víst ekki veriða ð sofa hjá lengi en hefur samt sofið hjá mörgum strákum – fæstum þeirra var hún í sambandi með. Ég hef ekkert á móti því, hún má gera það sem hún vill. En núna eru þau tvö, hún og kærastinn minn, komin á það vinastig að hittast tvö ein… heima hjá henni. Og ég er ein heima í staðinn. Lasin í þokkabót. Ég talaði við vinkonu mína um þetta (útlenska… mér finnst reyndar aðeins önnur viðmið og gildi um sambönd í bandaríkjunum heldur en hér) og henni finnst þessi stelpa eiga engan rétt á því að hitta hann einan strax, þau hafa ekkert þekkst neitt voðalengi eða þekkjast neitt voðavel.
Auk þess er ég á erfiðum tímapunkti núna, líður oft mjög illa og verð oft pirruð. Ég er að hugsa um að skipta um pillu og ath hvor tþað virki… ég er svo hrædd um að hann fari kannski að tala um það við hana og þau tengist þar af leiðandi (hann hjálpar henni, hún hjálpar honum) og hver veit hvað geristþá?
Ég treysti honum alveg, ég treysti bara ekki henni. Og ég treysti ekki sjálfri mér. Ég treysti mér ekki til að velja mér vini/kærasta sem gera ekki það sama og fyrrv. vinir og kærastar hafa gert.
Vantaði smá útrás en komment (ekki skítköst) eru vel þegin.