þarf maður að vera með litað hár og löðrandi í geli til þess að fá stelpu?
Nei nei nei nei…alls ekki. Þessi strákur er bara víst eitthvað vinsæll meðal stelpna. Eitthvað sem hann ætti alls ekki að vera því hann er algjör skíthæll. (Allavegana af skrifum þínum að dæma)
á ég að lita á mér hárið og vera algjör fáviti til að eitthver stelpa vilji vera með mér?
Það skiptir nákvæmlega engu máli hvort þú litar á þér hárið eða eitthvað. En gerðu það, ekki breytast í einhvern hálfvita svo að einhver stelpa muni vera með þér. Það mun ekki virka..og ef það virkar er það bara einhver skyndilausn. Stelpur eiga það til að fýla svona ,,bad boy" týpur. Samt sem áður tel ég að þetta sé bara smá óþroski í þeim sem eigi eftir að þroskast af þeim. Þegar stelpur verða eldri þá fara þær að hugsa um hver yrði góður barnfaðir, eiginmaður osfr. Og þá velja þær flestar vonandi, ekki þessar bad boy týpur.
Samt sem áður er fullt af stelpum sem fýla þessar bad boy týpur. Eins og til dæmis ég. Ég vil stráka sem eru þeir sjálfir, eru mjög góðir við stelpur og bera virðingu fyrir þeim og öðrum og stráka sem eru ekki hræddir við að sýna tilfinningar sínar.
Það er mjög líklegt að þessi stelpa sé ekki hrifin af þessum hnakka týpum þar sem hún er örugglega búin að þroskast yfir það eða hefur aldrei þurft að fara í gegnum þann þroska :) Sérstaklega þar sem hún sýnir þér einhvern áhuga. Reyndu bara að tala eitthvað við hana…skiptir engu máli hvernig..vertu bara kurteis ;)
og nú vill þessi Hnakki að ég fái mér eitthvað svona stíl í hárið..ég er svona hugsa um þetta en er frekar efins,
jákvætt : stelpur seta make-up á sig og lita á sér hárið til að lýta vel út fyrir stráka,ætti ekki strákar að lýta vel út fyrir stelpur?
Neikvætt : reyna vera eitthvað sem maður er ekki
Með spurningunna hvort að strákar eigi ekki að líta vel út fyrir stelpur er svarið mitt: jú..ekkert að því að þið hugið aðeins um útlitið. En það þarf ekki endilega að þýða að þið verðið að fá ykkur einhverja hnakka-greiðslu. Getur bara fengið þér einhverja klippingu sem þú fýlar sjálfur og finnst þú vera ,,þú". Ekki fá þér eitthvað sem þú fýlar ekki og finnst ekki vera þú sjálfur. Skiptir engu máli hvort þú litar hárið þitt eða ekki. Sumum strákum finnst mér það fara mjög vel en stundum finnst mér það mikil mistök. Fer algjörlega eftir stráknum. Fáðu þér þá klippingu sem þú vilt og þú fýlar!
Það að líta vel út fer heldur alls ekkert eftir því hvort þú sért með hnakka klippingu eða ekki. Tveir af þeim strákum sem ég hef verið að spá í eru langt frá því að vera hnakkalegir í útliti og hárgreiðslu. Ef þú vilt líta vel út vertu þá bara snyrtilegur, í þeim fötum sem þér finnst flott og..bara í rauninni vertu eins og þú vilt og þú fílar!
Ég veit auðvitað ekki hvernig það lítur út en ég er samt viss um að það munu margar stelpur fýla það því þá ertu eins og þú ert og ekki að reyna vera eitthvað annað! Útlitið skiptir máli í fyrstu kynnum en eftir það fer persónuleikinn yfir útlitið. Svo ef stelpan verður hrifin af persónuleika þínum þá er hún hrifin af þér hvernig sem þú lítur út :)
Já..svo til að leiðrétta eitt í lokin mála ekki allar stelpur sig né lita á sig hárið. :)
En já..vona bara að þér gangi vel :)
Kær kveðja,
Stjarna4