Við vorum saman í níu mánuði, hann gerði aldrei neitt hrikalegt við mig, en það voru alltaf smáir hlutir, litlar lygar, beil og msn hössl og annað svo smotterí sem flestir mundu bara líta framhjá, eða allavega ekki gera neitt stórt mál úr. Ég persónulega mundi ekki gera það, en margt smátt gerir eitt stórt.. og þegar þetta var orðið alltaf svona þá ræddi ég við hann, hann snéri alltaf öllu upp á mig, og þegar ég REYNDI að segja honum að þetta væri nú líka hann, þá fór hann bara í fýlu og sagði að ég væri að kenna honum um allt sem gerðist… well þetta síjaðist smátt og smátt inn í mitt heilabú og ég fór að trúa því að hann væri fullkomin og ég ófullkomin, að ég gerði allt sem olli veseni í sambandinu okkar, að ég væri of viðkvæm og hörð, sem ég var alls ekki (sá það allt eftir að við hættum saman)
á einhverjum tímapunkti tókst mér þó að opna augun aðeins gagnvart þessum nágunga, vinkonurnar hjálpuðu mikið til með því að segja mér bara að hann væri hreynlega fífl og kynni ekki að umgangast fólk og hugsaði bara um sjálfan sig svo nuna í byrjun desember þá sagði ég honum upp.
Strax daginn eftir sá ég eftir þvi og reyndi að fá hann til baka, það gekk ekki þar sem hann sagði að við værum betur sett án hvors annars. Ég grét og vorkenndi mér í nokkra daga og reyndi í sífelldu að fá hann aftur, og við hvert nei-ið sem ég fekk brotnaði ég meira saman.
Vinkonurnar mínar fóru þá að reyna draga mig upp úr þessu og segja mér að harka af mér, að hann væri ekki táranna virði, svo ég komst ögn yfir hann og við ákváðum að vera vinir (kannski mistök?) svo við plönuðum að hittast, og hann beilaði, og svo aftur… og svo koll af kolli, hann beilaði og beilaði og kom með ógeðslegar lygar, lét vinkonu sína hringja í mig með þeim leðinlegu orðum að hann hefði aldrei elskað mig aldrei viljað mig og að ég ætti bara að láta hann gjörsamlega í friði, þetta væri búið. já ég hefði skilið þetta nokkuð vel svosum ef HANN hefði ekki stungið upp á því að við ættum að vera vinir og að fara hittast oftar.
Eftir að hafa skemmt jólin mín gjörsamlega, eftir að hafa látið mig vaka langt fram á nætur að bíða eftir sér því hann “var alltaf á leiðinni” þá komst ég nokkurnvegin alveg yfir hann, eða varð bara meira reið og hataði hann ógeðslega mikið. Ég gerði þau mistök að verða þá svolítið “slutty” og bera litla virðingu fyrir eigin líkama. Hinir strákarnir gáfu mér ekkert, ég fann ekki þessa spennu eða hrifningu þegar ég kyssti þá, það var bara dautt, í rauninni lokaði ég augunum og ímyndaði mér bara að þetta væri minn fyrrverandi og þá leið mér vel, ég var semsagt ekki komin yfir hann.
Stuttu eftir þessi leiðinlegu jól, eiginlega í kringum áramótin og þessa daga sem hafa liðið á árinu, hefur hann opnað sig algerlega fyrir mér eins og kelling :) mér þótti í rauninni mjög vænt um það, og ætla ekki að fara út í það hvað hann sagði, en það útskýrði svo ógeðslega margt í hegðum hans, og þá sá ég að hann var ekki siðblindur eins og ég hafði haldið, heldur vantaði honum bara að opna sig og fá smá stuðning, mér sem þótti svo vænt um hann bauðst til að veita honum eins mikinn stuðning og ég gat.
Á þessum stutta tíma hefur hann nú þegar bætt sig helling ekki bara við mig heldur alla (hann var semsagt ekki bara fífl við mig heldur bara alla) margir sem þekkja okkur bæði hafa talað við mig um hvað hann hefur breyst, og hann þakkar mér fyrir oft að hafa opnað augun hans, því nú horfi hann á lífið bjartari augum. Við erum búin að vera tala um það að gefa sambandinu okkar annan séns, og vá hvað mig langar til þess. Hann er samt ekki alveg viss, þar sem hann segir að hann vilji fyrst sína mér að hann geti bætt sig, geti orðið betri maður, því í rauninni er hann sjálfur hræddur um að falla í sama farið aftur.
Svo spurningin er eiginlega, ætti ég að taka þá áhættu að láta reyna aftur? Er ögn hrædd við að hleypa honum inn á mig aftur (gerið það ekki taka þessu eins og þetta sé /kynlíf ;) ) En ég sé það bara svo vel hvað sambandið gæti orðið frábært eftir þessar aðgerðir á honum. ég hef heyrt margar sögur um að strákar bæti sig til að fá kéllingarnar aftur til sín og fari svo strax aftur í sama farið, en þetta er einhvað öðruvísi, en það gæti náttúrulega verið að ég haldi það bara aþví þetta er “hann” skiljiði.
ég Vona að þetta hafi verið nógu góð útskýring til að þið getið allavega komið með einhver álit á þetta hjá mér :)
Afsakið hvað þetta var langt einhvað, og takk fyrir lesturinn.
Engin skítköst takk ;)
-Vaseline
okiii…