Ég veit svo sem ekkert hvort þetta á heima ákkurat á þessum stað en
Ég veit nú ekki hvað ég er að setja þetta hérna inn, en kannski að einhver með ,,viti” geti gefið mér ráð. Fólk sem er komið með ágæta reynslu af lífinu.
Þannig er mál með vexti að ég fann óvart bréf frá kærustu minni til hennar fyrrverandi. Í bréfinu stóð m.a. að hún sæi eftir því að þau hafi hætt saman og hún vildi hún hefði ekki endað sambandið þeirra. Þau hættu saman fyrir ákveðnum tíma sem ég nefni ekki hér, en hann er þó nokkur.
Ég veit ekkert hvort hún hafi sent honum það eða ekki, en það bara stakk mig mjög að sjá svona bréf.
Hvað ætti maður að gera við svona tilefni, láta sem maður hafi ekki lesið bréfið (eins og ég hef gert) og verið áfram geðveikt happy eða segja henni að ég hafi séð þetta bréf. Þetta truflar mig mjög en samt alls ekki sambandið, það er mjög gott og frábært. Ætli hún hafi bara viljað segja honum þetta og það hafi verið eini tilgangurinn eða?
Ég bara vill alls ekki að þetta samband slitni þar sem ég hef haldið að sé mjög gott í gegnum tíðina. Átti svo ekki von á að sjá þetta.