Þegar við kynntumst virtist hann vera hrifinn af mér. Þetta á eftir að virðast geðveikt pathetic en hann mundi hvað ég heiti eftir að hafa hitt mig einu sinni (eitthvað sem ekki einu sinni bestu vinkonur mínar gátu) og hann þekkti mig á mynd eftir að hafa bara séð mig á göngunum. við eigum geðveikt mikið sameiginlegt og við getum endalaust talað saman.
Svo eftir eina helgi, þá hafði ég gert mig voða fína, aðallega fyrir hann, og fór í skólann og hlakkaði geðveikt til að hitta hann aftur en þegar ég kom virtust allir vera voða skrítnir og svo sé ég að hann er að kyssa eina stelpu sem er í vinahópnum.
ég var í rusli restina af deginum og allir voða að vorkenna mér sem ég vildi eigilega ekki. Svo kemst ég að svolitlu sem gerðist áður sem kom mér bara í meira uppnám. Hann vissi að ég var hrifin af honum. Hann hafði sem sagt spurt eina vinkonu mína hvort ég væri skotin í honum og hún sagði já.
Svo fór ég að sætta mig við að hann væri með annarri stelpu en ég varð svo fúl út í hann af því að hann breyttist svo mikið og hann talaði ekki við mig í tvo daga, nema eitthvað smá og það var eitt vandræðalegasta samtal sem ég hef átt.
Ég er ennþá svo hrifin af honum en ég bara veit ekki hvernig ég á að haga mér í kringum hann. Mér finnst svo ömurlegt að hafa verið svona augljós. Mér finnst hann og stelpan sem hann er með núna vera svo röng fyrir hann og það eru geðveikt fáir sem finnst þau eiga saman. ég varð bara að koma þessu frá mér í heild sinni, þótt að núna er örugglega ennþá minni líkur á því að fá hann EVER.
P.S. ég er örugglega afbríðssamasta stelpa sem fyrirfinnst…
I apologize for any inconvinience due to my crazyness