stend á smá krossgötum núna. Er á leið til útlanda næstu 3 mánuði , búið að vera plana þetta í töluverðan tíma og er að fara út mjög bráðlega
Þá kemur vandinn, sem vill alltaf koma á versta mögulega tíma og það er blessaða kvennþjóðinn , sem virðist alltaf, óafvitandi auðvitað finna þennan versta tíma fyrir ja “vesen” dating og annað í þá áttinu
lenti sem sagt í því í vinnuni minni er þessi stelpa sem ég vissi að væri hrifinn af mér eftir samtal frá nokkrum vinnufélögum og endar með því að það er farið á djammið og við gistum saman nokkru sinnum , og seinast skiptið sem við gistum saman spyr hún mig hvort hún megi ekki gista oftar og auðvitað minnsta mál.
Ég sé hana svo ekkert meira og alltaf þegar ég reyni að tala við hana þá fæ ég alltaf þetta hringdu í mig á morgun. Svo fæ ég þetta skemmtilega sms frá henni sem segir “þarf að tala við þig , hringi í þig á eftir” og allir vita að þetta táknar eitt af tvennu , hún vill enda þetta eða hún vill taka ákvörðun um áframhald…… og eins og ég gat mér til um var það þetta fyrrnefnda og fékk ég þá ástæðu að það væri því ég væri að fara út og væri svo langur tími sem ég væri úti og svo stuttur tími sem við gætum kynnst.
Núna vill ég fá smá ráð , eitthvað hvað mitt næsta skref á að vera , við samþykktum að svona lagað ætti ekki alveg að gerast í gegnum síma og ætlum að hittast
Ég vill og er reiðubúinn að láta á þetta reyna og mér langar það virkilega á ég að láta á þetta reyna og fronta hana með það eða ?