Þótt hann væri hrifinn af mér (sem ég get ekki útilokað) þá vil ég bara alls ekki fara út í samband. Svo mín aðferð er bara að reyna að hunsa þetta, en það er bara frekar erfitt þegar hann sendir sæt SMS eða þegar sameiginlegur vinur segir að hann hafi sagt ákveðna, fallega hluti um mig :(
Og núna í gær sendi hann mér SMS og bað mig um að hitta sig en ég vissi bara ekkert hvað ég átti að segja. Þótt mig langi rosalega til þess að spjalla við hann þá veit ég bara hvað það verður sárt á eftir, og líka bara hvað ég á erfitt með að tala við hann núna útaf skömm. Ég er að pæla í því að skrökva og segjast vera að fara út á land eða eitthvað, þótt ég hati að skrökva. En svo langar mig svo að hitta hann!! En samt ekki…gaarrrg! :C
Mig langar að segja honum hvernig mér líður, koma því út úr kerfinu og segja svo að þetta sé bara eitthvað sem ég ætli að komast yfir og það verði aldrei neitt úr þessu og ég geri mér fulla grein fyrir því. En, að segja þetta finnst mér bara gera mig að aumkunnarverðustu manneskju veraldar. Svo er líka hætt á að hann fríki bara út og byrji að forðast mig, og hann er það einstakur vinur að ég neita að missa hann.
En, æji, þetta er orðið fullangt röfl hjá mér. Ég veit ekki hvort ég geti beðið um hjálp, langaði bara að deila þessu…og ég ætla að gerast nunna og losna við þetta ástarvesen.
I'm not suffering from insanity, I'm enjoying every minute of it.