Já mig langar bara aðeins að pústa.. þetta er mjög löng saga og allt voða flókið en ég er ekki beinlínis heldur að biðja um hjálp.. ég efa að einhver nenni að lesa þetta en það er annað mál :p

Ég hætti með kærastanum mínum fyrir einhverju síðan útaf því að hann var hættur að vera góður við mig og hann er líka að fara að flytja til útlanda fljótlega og verður í 5 mánuði. Eftir að við hættum saman þá hætti hann bara alveg að tala við mig, þannig ég hugsaði að það yrði aldrei neitt meira úr þessu, og ég fór svona að spjalla við einn annan strák.
Hann er rosalega indæll og ég er orðin frekar vel heit fyrir honum, við erum búin að hittast einusinni og stefnum á að gera það aftur mjög fljótlega. En þetta er ekki svona einfalt :/

Fyrrverandi kærastinn minn er búinn að vera soldið að hringja í mig fullur og segja mér að hann sakni mín og e-ð, en þar sem hann særði mig alveg rosalega mikið þá sagði ég honum bara að þetta yrði aldrei neitt.

Síðan um helgina var ég í heimsókn hjá frænku minni, hún og fyrrvó búa í sama bæ. Fyrrverandi var ekki í bænum um kvöldið en ég og frænka mín vorum á rúntinum með frænda hans [mjög löng saga hvernig það kom til..].

Allavega þá sendir alltíeinu fyrrverandi mér sms frekar pirraður og spyr hvað ég sé að gera með frænda hans og e-ð og ég segi honum að vera bara rólegur, þetta skipti hann engu máli. Allavega síðan erum við bara eitthvað að smsast og hann er bara í einhverju voða spjallstuði, var að keyra með vinum sínum heim og spurði mig hvort mig langaði ekki að koma aðeins með honum á rúntinn þegar hann kæmi í bæinn því hann langaði að tala við mig.

Ég sagði bara já og klukkan svona 4 þá skutlaði frændi hans mér til hans í bílinn. Hann byrjaði bara e-ð að spjalla en síðan fór hann að biðjast afsökunar og sagðist aldrei hafa verið í jafn miklu rusli um ævina og hann væri alveg miður sín og eitthvað. Ég fyrirgaf honum og við ákváðum að vera vinir. Síðan skutlaði hann mér heim til frænku minnar og þegar ég knúsaði hann bless þá ætlaði hann að kyssa mig en ég færði mig svona frá. Síðan tók hann utan um mig og sagðist elska mig og ég sagði bara “mhm”.
Þegar ég var komin inn sendi hann mér svo sms og spurði hvort það væru e-rjar líkur á að ég tæki við honum aftur og eitthvað, ég sagði bara að við skyldum fyrst vera vinir og sjá svo til.

Næsta dag [í gærkvöldi] var ég svo með heví samviskubit að hafa ekki sagt honum meira frá hinum stráknum þannig ég fór til hans og ætlaði að tala við hann. En einhvern veginn náði ég bara að segja að mig langði bara að vera vinur hans og áður en ég vissi af vorum við farin að kúra og kyssast, ég var eiginlega alveg hágrenjandi og hann var alveg í rusli. Síðan náði ég að segja honum að þetta yrði aldrei eins og það var því hann væri að fara út og ég væri svona eiginlega með annan strák í takinu og eitthvað og þá fór hann að eiginlega grátbiðja mig að taka við sér aftur, sagðist ekki geta hugsað sér lengri tíma án mín og þótt að hann væri að fara þá væri það ekki svo langur tími og eitthvað. Ég sagðist bara þurfa aðeins að ná áttum og hann sagðist ætla að biða eftir mér eins lengi og hann þyrfti.

Og nú er ég alveg í rusli :/
Mér þykir ótrúlega vænt um fyrrverandi en ég elska hann ekki lengur, þótt að það sé enginn vafi á því að ég gæti alveg gert það ef þetta yrði alltaf eins og í gærkvöldi.
En ég er líka hrifin af hinum stráknum og ég veit að ég er að vera óótrúlega slæm við hann, þótt hann viti ekki ennþá af því.. :/
Þetta er svo erfitt :'(

Ef einhver hefur nennt að lesa þetta og hefur einhverja hjálp þá væri það vel þegið, þótt ég búist ekki við því.. Og plís engin skítköst, ég er nógu miður mín nú þegar..
nei