Ég er í algjöru hakki. Ég veit bara ekkert hvað ég að gera. Ég gjörsamlega elskaði eina stelpu (ég veit það er sterkt orð að segjast elska, en ég gerði það samt sem áður…Ég hef aldrei verið jafn viss um neitt á ævi minni)
Þessi stelpa hefur svosem ekki gert mér neitt…En málið er bara að ég hef virkilega sagt vera hrifinn af henni en hún eiginlega hefur bara alltaf ignorað mig, allavega þegar ég hitti hana í eigin persónu. Hún er alltaf mjög næs við mig á Msn og allt það, og oftast þegar ég hitti hana á djamminu (oftast) en þegar kemur að því að hitta hana í alvörunni er hún bara geðveikt feiminn og vill varla horfa á mig.
Þessi stelpa var alveg fullkominn að mínu mati, og ég hefði hoppað fyrir byssukúlu(r) fyrir hana, og hún veit það.
Ég er ekkert forljótur gæji, en ég er alls ekki sá myndarlegasti. Ég er ekki að biðja um hjálp þar sem ég er búin að gefa upp alla von, en ég vildi samt af eitthverjum ástæðum bara að segja frá þessu. Þetta átti greinilega bara aldrei að vera.
Hefur samt eitthver lent í eitthverju svipuðu?