Kofi tómasar frænda: rólegur, stemning, kjallari á horni skólavörðustígsins, vanalega eitthvað kliður. Opið á kvöldin líka…
Mokka: þar eru vanalega gáfumenni að skrifa og teikna, svo þar er fullkomin þögn, engin tónlist, en þetta er voðalega notalegt kaffihús og með uppáhaldskaffihúsunum mínum. Vöfflurnar þar eru æði. Bara opið til klukkan sex…
Kaffitár: þægileg stemning, mikið að gera, þægileg tónlist, kliður sem er oft þægilegra en þögn í svona dæmum:P Opið til klukkan sjö…
Tíu dropar: vanalega eitthvað að gera, engin tónlist svo það er bara kliður. Svolítið gamaldags kaffihús, voða þægilegt, góður matur. Opið til klukkan sex…
Svarta kaffi: meira… eins og bar en kaffi. Góð stemning þar inni, hef bara farið þangað einu sinni, en það var fínt.
Sólon: Svolítið fancy, flott kaffihús með ágætis framboð. Kannski í dýrari kantinum.
B5: aldrei farið þangað, hef heyrt að það sé frekar fancy… eða, það er frfekar fancy.
KAffi hljómalind: Voðalega næs, stundum tónlist á kvöldin, ekkert vínveitingaleyfi þannig að undir 20/18/22 komast þangað inn á kvöldin. Mig minnir að það sé ekkert sérstakt úrval af mat, en kakóið þarna er æði. Hef aldrei fengið mér kaffi… plús, það er voðalega bóhemskt…
Kaffi parís: svolítið ofmetið kaffihús :/ dýrt, kaldar vöfflur og tja… varð fyrir vonbrigðum síðast þegar ég fór svo að ég hætti að fara þangað. En fínt kliður og tónlist, kannski svolítið í snobbaðri kanntinum.
Súfistinn: fyrir ofan mál og menningu, fínt úrval, dálítið dýrt, þægilegt samt sem áður… opið til klukkan tíu.
Kaffibrennslan: voðalega góður andi þar inni, fínt kliður, man ekki hvort það var tónlist…
Hressingarskálinn (hressó): Svona kaffihús/resturant… rosalega fínt úval, alveg ásættanlegt kaffi, opið alltof lengi, hefur vínveitingaleyfi, voðalega trendý…
Vor: æi, dýrt, allt í lagi kaffi, snobbað í kaffi parís stílnum… svolítið … æi, fannst það ekkert of þægilegt.
Uhm, held að ég sé búin að telja upp öll helstu kaffihúsin í miðbænum í fljótu bragði. Hef alveg örugglega skilið ietthvað útundan… Og já, ég elska kaffi og kaffihús, ef það hefur farið framhjá einhverjum…