Ég veit að það hafa komið milljón svona korkar hingað og ég veit að þið getið varla hjálpað mér neitt (nema það sama og í hinum milljón korkunum) en mig vantar útrás …
Ég er hrifin af strák, hef verið það mjög lengi. Ég þekki hann ágætlega og tala oft við hann, en ég er of mikil skræfa til að gera eitthvað meira. Hef bara einu sinni verið í sambandi og þá var það hinn aðilinn sem tók fyrsta skrefið, svo ég veit ekkert hvað ég á að gera (BTW ég er 18 ára og samt algjör byrjandi í þessu) … Ég hef alltaf verið frekar feimin, þótt ég sé að miklu leyti laus við það núna, og átt sérstaklega erfitt með að tala um þessi mál við fólk (ástæðan fyrir að ég er að tala um þetta hérna en ekki við vinkonur mínar). Sérstaklega af því fjölskyldan mín gerir of mikið grín að öllu svona, sem er algjörlega óþolandi. Og oft vinir mínir líka. Svo þetta er eiginlega meira hræðsla við að aðrir viti en að fá neitun (ég veit, skrítið, en svona er ég bara). Ég hef líka verið að segja sjálfri mér að ég hafi ekki tíma fyrir þetta, er að fara að flytja í haust og svona …
Allavega, ég er alveg til í að fá einhver ráð, þótt ég sé alls ekki viss um að ég eigi einhverntímann eftir að fara eftir þeim …