Hvernig kynntust þið ykkar núverandi/fyrrverandi maka? Gegn um sameiginlegan vin (eins og undirritaður) eða eitthvað annað?
Endilega komið með ykkar sögu ;)
Part of the begining of the craziest lovestory ever told.
Þá var frændi vinkonu minnar kominn í símann og reynist vera að tala við manneskju sem ég þekkti en hún mundi ekki í augnablikinu hver ég væri, sem gekk náttúrlega ekki, svo ég segji honum að segja stelpunni bara að ég væri “Regí eða Regza, lítill vitleysingur að vestan, fyrrum Kjalnesingur.” Hvernig það samtal endaði man ég ekki því þessi setning náði athyggli hans(þá verðandi kærasta míns)..
“Nú væri ég að vestan?” Ég játaði því, sagðist vera algjör sveitastelpa,
“Ég þekki mikið til fyrir vestan, hvaðan ertu?” Ég sagðist nú vera frá Ólafsvík og þá fussaði hann bara yfir því, það væri ekkert fyrir vestan, fyrir vestan væru Vestfirðir, fyrst ég væri ekki þaðan þá ætlaði hann ekkert að reyna við mig.. Hann færði sig eitt andartak frá manni en var svo strax kominn aftur “Ertu nokkuð á túr?” Hálf hissa á þessu rugli svara ég spurningunni ,,Nei (Ohh heyrist í honum) því miður ég var að klára í gær..“ og þar með var hann kominn aftur ”Jæja það er nóg fyrir mig.."