Sæl Shiny og allir aðrir sem þetta lesa.
Það er alveg óþarfi að túlka litla rómantík í sambandi sem leiða eða áhugaleysi í garð makans. Margar breytur spila inn í þegar kemur að því hvers vegna lítið er um rómantík - og þarf sú breyta alls ekki að vera eitt af fyrrnefndum möguleikum. Dæmi um aðra möguleika eru annir, hvort sem er skóla- eða vinnutengdar, mismunandi skilgreiningar sambandsaðila hvað rómantík sé o.fl.
Og ef lítið er um rómantík, af hverju eru þið þá sjálf ekki að krydda upp á einhverju til að bæta úr sögðu vandamáli? Margar stúlkur líta enn í dag svo á að strákurinn þurfi að taka fyrsta krefið, jafnt í fyrstu kynnum sem og rómantíkinni.
Ef þið eruð sú stúlka sem þetta lesið, hugsið ykkur tvisvar um. Í dag eru kynin að mestu jöfn, og þá einnig er kemur að þessu tvennu.
Það sem ég er að reyna segja er, ef rómantíkina vantar, kryddið sjálf upp á því, ræðið um það við maka ykkar hvernig afstaða hans er í garð rómantíkur, hvað það er sem honum finnst rómantískt o.fl. á þeim nótum. Ekki sitja og velta því fyrir ykkur hvers vegna ekkert er að gerast, sérstaklega ef þið eruð ekkert að gera sjálf.
Ef þið gerið eitthvað sætt og rómantískt nokkru sinnum fyrir maka ykkar án þess að fá svipuð viðbrögð, ræðið um það við hann. Eflaust hefur hann (makinn) jafnvel ekki gert sér grein fyrir því að þið væruð að bíða eftir einhverju slíku, eða þá að eitthvað annað situr á huga hans.
Einungis eftir að þið eruð sjálf búinn að gera eitthvað rómantískt trekk í trekk, láta maka ykkar vita varðandi það hvernig ykkur líður, s.s. löngun í meiri rómantík og jafnvel hugmyndir þar að (s.s. gefa maka ykkar skýra hugmynd um hvað ykkur finnst rómantískt) - einungis þá skulu þið fara að hafa áhyggjur að því að eitthvað slæmt sé í gangi varðandi löngun eða áhuga á sambandinu (og jafnvel þá, fara varlega í þá ályktun).
Rómantík er fljótandi hugtak sem fólk hefur mismunandi hugmyndir og skoðanir á. Ekki ganga í þá gildru að halda að eitthvað sé endilega “að” ef ykkar hugmynd um rómantík er ekki að ganga eftir.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli