Hér er bréfið:
Hæ :)
Mig langar að biðja ykkur um álit á svolitlu, bara svona til að sjá hvað fólk segir eða þannig.
Þannig er mál með vexti að ég er nýkomin úr 5 mánaða sambandi (endaði í síðustu viku). Mér þótti rosalega vænt um kærastann minn en sambandið var búið að vera að deyja í frekar langan tíma, ég var bara í mikilli afneitun þannig ég lét það aldrei klárast (löng saga og leiðinleg…) Allavega, fyrir nokkrum vikum, þegar ég var ennþá með kærastanum, fór ég í afleysingar á einum vinnustað eina helgi og kynntist þá þessum stráki.
Mér fannst hann mjög sætur og sjarmerandi og við töluðum alveg frekar mikið saman, en ég pældi ekkert mikið í þessu því ég var ennþá á föstu. Eftir þetta talaði ég ekkert meira við gaurinn en hugsaði samt smá um hann, ekkert mikið þó. Síðan hættum ég og kærastinn saman og ég fann nýja gæjann á myspace og addaði honum.
Í kjölfarið af því addaði hann mér á msn og við erum búin að vera að tala svolítið mikið saman (það eru svona 4 dagar síðan). Hann er alltaf að gefa í skyn að hann sé svona frekar heitur fyrir mér, hann hefur ekki beinlínis sagt það en gefið það mjög mikið í skyn og vill hitta mig og þannig..
Planið mitt er að fara bara mjög hægt í þetta og sjá hvernig fer, því ég er alveg þannig séð tilbúin að fara að “deita” aftur þótt það sé mjög stutt síðan ég og fyrrverandi hættum saman. Ég veit ekki af hverju ég er ekki neitt rosalega sár, ég bjóst við miklu grenji og veseni en það hefur mjög lítið látið á sér kræla, sem ég er rosalega sátt við.
Ég veit að ef eitthvað meira fer að gerast milli mín og þessa stráks fer fólk að halda að annað hvort hafi mér ekki þótt neitt vænt um fyrrverandi kærastann minn, eða þá að ég sé bara rosalega desperate að leita að nýjum, en þetta er alls ekki þannig.
En nú langar mig að spurja, bara til þess að fá álit, hvað finnst ykkur um þetta?
Gaui