Jæja, ég er frekar hrifin af einum strák í skólanum mínum. Ég talaði smá við hann í útskriftarferðinni minni síðasta sumar, og ég sé hann núna frekar sjaldan í skólanum.. veit ekkert hvernig ég ætti að nálgast hann.
Við erum ekki saman í neinum tímum, erum á sitthvorri braut.
Getur verið að ég sjái hann svona einu sinni og einu sinni.. á ég þá bara að grípa það tækifæri og tala allt í einu við hann? Gæti komið svolítið skringilega út því að ég þekki hann ekkert það rosalega mikið.
Held að við eigum heldur ekki neina sameiginlega vini.. er samt ekki alveg 100% viss með það:P
Er ekki að búast við neinum svörum þannig séð, vantaði bara að tjá mig :$
Væri samt frábært ef að eitthver viti hvað sé best að gera í svona stöðu.
Kv. Tangarine