Vinkona mín á við mikil vandræði að stríða.
Hún bað mig um að senda þetta inn fyrir sig.
Hún fór í ferðalag núna síðastliðna helgi og þar kynntist hún strák sem hún varð hrifin af.
En hún á kærasta svo að ekkert gerðist.
En núna þegar hún er komin heim líður henni illa af því að hún er hrifin af þessum strák sem hún kynntist en hrifnari af kærastanum sínum.
Samt finnst henni einhvern vegin eins og hún og kærastinn passi ekki saman en samt elskar hún hann.
Hún segist eiga auðveldara með að vera hún sjálf í kringum strákinn sem hún hittí í ferðalaginu.
En nú er hún rugluð. Hún viðurkenndi fyrir kærastanum að hún væri hrifin af öðrum og hann tók því ekki of illa. Varð aðeins sár.
En bottom-line-ið er:
á ég bara að bíða og sjá hvort það breytist eða treysta tilfinningunum mínum(þússt í sambandi með það að mér e'h veginn finnst mér við bara ekki henta hvort öðru en samt elska ég hann)