Heyrðu..ég ákvað að reyna að koma með almennilegt svar þó að ég sé í sömu aðstæðum og þú..aðalega vegna þess að mér finnst þú ekki fá nógu almennileg svör þó þetta sé komið í heitar umræður :P Einnig held ég að ég viti eitthvað um þetta..þó mér sjálfri gangi nú ekki það vel í þessum málum. Ég ætti samt að vita eitthvað hvernig á að koma fram við stelpur þar sem ég er sjálf stelpa ;)
Margar stelpur taka fyrsta skrefið. Málið er bara…margar stelpur er mjög feimnar og þora ekkert frekar að taka fyrsta skrefið frekar en þið! :)
Þú segist hafa eignast margar stelpu-vinkonur svo það er allavegana byrjunin. Síðan er að taka ,,fyrsta skrefið“ og reyna við stelpuna. Nei, ég er ekki á þeirri skoðun að það sé slæmt að verða vinur stelpunnar fyrst og síðan kanski eitthvað meira þó margir séu það. Allavegna myndi ég vilja kynnast stráknum eitthvað fyrst :)
Að taka síðan fyrsta skrefið. Það er það erfiða..en það þýðir víst ekki fyrir þig að bíða endalaust svo að málið er bara að reyna. Þú getur byrjað á einhverju litlu. Ég sá á commenti hjá þér að þú ert hrifin af einni vinkonu þinni enn ert hræddur um að ef þú fáir neitun þá skemmiru vinasambandi við hana.
Það sem mér dettur í hug er að reyna bara létt við hana án þess að vera eitthvað að bjóða henni eitthvað spes út á deit og fá síðan neitun.Mundu að brosa til hennar og sýndu henni áhuga. Snerting er líka mjög góð. Öruggusta svæðið til að snerta er öxlin og upphandleggur, því það svæði þarf nefnilega alls ekki að vera neitt kynferðislegt eða neitt að þú sért að reyna við hana. En öll snerting er góð, svo þetta er mikið betra en ekkert :) Bakið er líka góður staður og er svona aðeins meira heldur en bara öxlin. Svo geturu náttúrulega reynt að taka utan um hana á réttu mómenti og svona :) Horfðu í augun á henni þegar þú talar, og hlustaðu vel á hana. (Veit þú sagðir að þú værir góður hlustandi, en ég varð bara að taka þetta fram því þetta er mjög mikilvægt:P)
En vantar þig stað og tíma til að gera þetta allt?
Hvar hittist þið vanalega? Í skólanum? Vinnunni? Eða hittist þið eitthvað eftir skóla?
Allavegana..þú getur allveg boðið henni eitthvað án þess að það sé eitthvað ,,deit”. Gætir bara spurt hvort hún nenni að koma heim til þín eftir skóla (ef þú ert í skóla, þ.e.a.s) og horfa á spólu. Gætir líka allveg eins spurt hana hvort hún nenni í bíó, svo ef hún tekur því sem ,,deiti“ þá er það bara plús! :)
Nú kemur að því sem er pínu flókið…
Þú verður að vera almennilegur við hana og sýna henni að þú hafir áhuga. En um leið og þú heldur að hún viti það..og samt gerist ekki neitt. verður þú að bakka aðeins. Alls ekki hætta að tala við hana eða neitt, og alls ekki vera leiðinlegur, minnkaðu bara aðeins sambandið við hana og sýndu öðrum stelpum áhuga. Ef að strákar eru of aðgengilegir þá missa stelpur oft áhugan, en með þessu þá lítur hún á þig öðrum augum en bara vin. Möguleikinn við að ,,missa” þig í aðra stelpu kemur líka fram, svo þá kanski sér hún að hún er hrifin af þér. (Ef hún er það)
Svo það sem er einna mikilvægast í þessu..
Ekki vera uppáþrengjandi.
Það þurfa allir sitt pláss, og það sem fer einna verst í mig er þegar fólk er uppáþrengjandi. Úff..þá missi ég áhugann strax.
Vá..þetta er orðið soldið langt hjá mér, haha. Ég vona samt að þetta hjálpi þér eitthvað smá.
Reyndu þitt besta og gangi þér vel!
-Stjarna4 ;)
An eye for an eye makes the whole world blind