Awwww.. Því miður hef ég takmarkað lennt í ástarsorg, ein til tvær vikur en við byrjuðum saman aftur eftir það, svo ég get lítið sagt um það en það að þurfa sinn tíma ein að hugsa og detta jafnvel út er eitthvað sem ég kannast vel við og kvíðaröskunina þekki ég allt of vel =/
Kvíðaröskunin er helvíti, stjórnaði mínu lífi að mestu þar til ég kynnist kærasta mínum, næstum allir í kringum mig eru á móti sambandinu en það skilur ekki að þrátt fyrir ýmislegt vesen hjá okkur þá hefur hann hjálpað mér alveg gríðarlega, finn lítið sem ekkert fyrir kvíðanum þegar ég er með honum, eins þá er það hann sem sannfærði mig um að fara til geðlæknis og fara á lyf, sem er að bjarga lífi mínu gjörsamlega.
Það er vonandi að það finnist slíkur maður fyrir þig, sem getur skilið vandamálið og stutt þig í stað þess að draga þig niður, en fyrst þinn fyrverandi gerði það þá ertu mun betur stödd án hans =)
Hlé getur verið gott, frekar að gefa sér tíma í að velja sér maka en að ana bara beint út í óvissuna, það er bara stressandi =/
En annars gangi þér vel í prófunum, vonandi trufla hugsannirnar um hann þig ekki við próflesturinn. Vonandi fynnurðu þinn rétta fljótlega, það getur skipt sköpum varðandi kvíðann =)