komið sæl,
ég ætla aðeins að reyna að segja hugsanir mínar í ritform.Þó ég gæti fengið þetta til að bíta mig í rassinn í framtíðinni,ætla ég samt að gera þetta.

Núna rétt áðan var ég að gefa álit mitt á einum kork;Það verið að spyrja hvort þú hefur sagt ég elska þig og meint það?

Ég ég núna búin að vera í sambandi í sirka 6 mánuði.
Nú síðust liðna mánuði,síðustu 2-3 mánuði,hef ég þurft að passa mig að missa þessi erfiðu og þýðingarmiklu orð ekki út úr mér sí svona við hann.Ég hugsa að ég skilji þess orð ekki enn og ég vil ekki vanvirða þau,því ég virði þessi orð mjög og hræðist þau á sama tíma.

Svo fyrir sirka…æ,hvort það var ekki í september?segjum það bara.
Ja,við vorum bara að hanga hjá honum,ég sat uppí rúmi með fartölvuna hans,á MSN,og hann sat við
hliðina á mér.Svo,eins og hafði gerst svo oft áður,langaði mig að segja “ég elska þig”.Orðin væri í munninum á mér og ég hafði alltaf náð að hafa hemil á þeim.En í þetta skipti,óó þetta skipti runnu þau út út mér.Ég sagði ég elska þig við hann,með bros á vör.
En,þetta andskotans en!
Hann sagði “sömuleiðis”.


Ég…ég…ég hefði getið lamið hann!Mig langaði að fara að gráta,bara allt sem sýnir hveru óvarin og ..hreinlega óánægð!

Ég er ekki að segja að ég vildi að hann segði “ég elska þig” á móti.Ég er ekki fúl að hann sagði það ekki á móti,ég skil það fullkomlega ef hann var ekki tilbúinn,vildi ekki segja það,virði það.
En að segja “sömuleiðis”,þetta helvítis orð!
Ég hefið verið svo sátt við að heyra:mér þykir svo vænt um þig.Alveg nóg,virt það.

Og útaf þessu,þessum ógeðslega orði sér ég stórlega eftir þessu.Mér líður bara illa núna í hvert skipti sem hann segir “mér þykir vænt um þig” hvað þá þegar hann segir “sömuleiðis”!

Og,það sem verra er,núna í hvert skipti sem ég segji “ mér þykir vænt um þig” við hann fæ ég alveg sting í hjartað!Líður eins og ég eigi ekkert að vera að segja þetta við hann,eins og ég sé að ljúga að honum.

ÆÆÆ,ég er mjög mikil stress týpa reyndar,en núna er í öll í þvílíkum vafa um þetta.


vona að ég lendi ekki í neinum leiðindum fyrir þetta í framtíðinni.




og ég vona að ykkur leiddist ekki of mikið við lesturinn.Ég þakka bara fyri að ú hafi lesið þetta!

Ykkar,

Rakka.

(engin skítköst takk,þetta er mér viðkvæmt)