Svona er mál með vexti að kærastan mín er búin að vera í sambandi í yfir ár, eiga bólfélaga í nokkra mánuði og eitthvað af öðrum pínu samböndum.
Á meðan fór ég í eitt samband sem ég sá eftir um leið að hafa farið út í.
Ég er með mjög óréttlátan pirring sem ég veit ég á ekki að vera með en ég losna ekki við. Hvernig getur manneskja átt svona auðvelt með að festa sig hjá einhverri manneskju (hún er búin að vera liggur við í sambandi með 4 mismunandi í 3 ár)
Og hinsvegar er ég pirraður yfir að ég hafi ekki gert neitt meira af mér (sem er bara fáránlegt ég veit).
En það sem ég skil ekki er AFHVERJU virðast sumir bara byrja með þeim sem reyna við þá?
Og afhverju get ég ekki hætt að hugsa um þetta! Finn stundum bara sting í magan þegar ég hugsa um þetta.
P.S. besti strákavinur hennar er sá sem hún var með í meira en ár.