Semsagt, ég er 16 ára stelpa og var á föstu með stráki alveg í dágóðan tíma (1 ár) og við vorum saman á næstum hverjum einasta degi. Svo núna erum við hætt saman, það er í góðu lagi og ég er búin að finna mér annan sem ég er alveg hrifin af en við erum bara að dúlla okkur,
en þarsem það er hellvíti langt síðan ég var að dúlla mér, þá veit ég ekkert hvernig ég á að haga mér og mér líður hálfbjánalega því ég kann bara að haga mér eins og ég sé með þessari manneskju og við séum búin að vera saman í svoldin tíma.. heh.
Einhverjar uppástungur eða sögur frá því hvernig þið eruð/voruð þegar þið eru að/voru að dúlla ykkur sem gætu mögulega hjálpað mér?:)