Þannig er mál með vexti að ég held að ég sé ekki með neinar tilfinningar.
Ég veit að þetta hljómar asnalega og eflaust margir sem að langa að byrja að skíta yfir mig nú strax.
Auðvitað er ég auðvitað ekkert alveg tilfinningalaus. Ég finn bragð og sársauka en vandamálið virðist vera andlegt.
Alltaf þegar eitthvað mikið gengur á í lífi mínu þá virðist mér standa á sama.
Sem dæmi, árið 2001, ég þá 10 ára, dó afi minn. Afi minn var mér mjög náinn. Hann bjó í sama húsi og ég og restin af fjölskyldunni. Þegar hann dó óvænt lá fjölskyldan mín í sorgargryfju í nokkra daga.
Mér var nokkurneginn sama þótt að hann hafi dáið. Ég hugsaði bara að það hefði verið gott á meðan það entist.
Annað dæmi, þá var ég að komast að því fyrir nokkrum korterum að (fyrrverandi)kærastan mín til langs tíma, hélt framhjá mér.
Ég hugsaði “Vá hversu ömurlegur þarf maður að vera til þess að kærastan haldi framhjá manni?”
Ég sagði “Jæja, nú geri ég eins og í bíómyndunum og legst upp í rúm og læt Gary Jules og Tears in Heaven vera bestu vini mína!”.
En nei, fimm mínútum seinna sætti ég mig við það að mér er alveg sama um að hún hafi haldið framhjá mér.
Ég er hvorki sorgmæddur, né reiður.
Ég ég fór bara fram og horfði á gamanmynd í sjónvarpinu og skemmti mér vel.
Þetta er svosem ekkert vandamál þannig séð. Mig langar ekkert að vera sorgmæddur frekar en öðrum.
Sérstaklega þar sem að ég get verið og látist vera nokkuð sáttur með lífið. Enginn veit að innst inni er mér sama.
Þótt ég hlægji að einhverjum brandara þá þýðir það ekki að mér finnist hann fyndinn, það þýðir að ég er að vera kurteis.
Oftast þá stend ég á ströngu að ég sé þunglyndur. Ég hef aldrei farið í greiningu en ég er nokkuð viss um það. Vinir mínir og fjölskylda sjá ekkert þar sem að ég virðist vera eins og hver annar ánægður Íslendingur.
Ég hef aldrei farið til sálfræðings aðalega vegna þess að engum dettur í hug að senda mig til slíks. Ég sé reyndar ekki ástæðu til þess.
Eins er með lífið. Ég sé engann tilgang. Afhverju að lifa þessu lífi? Hver er raunverulegur tilgangur þess? Að vera ánægður? Að njóta þess?
Ef svo er, þá hefur það ekkert með mig að gera. Ég hugleiði það oft að hoppa bara framm af Toys'r'Us byggingunni og klára þetta.
Það eina sem heldur mig frá því er það að ég er ekkert svekktur útí lífið. Ég hef engann tilgang til þess að enda það.
Ég og fjölskylda mín erum mjög vel stödd miðað við meðalfjölskyldu í heiminum, en mér væri nokkurnvegin sama þótt að ég hefði fæðst sem fátæk kona í Sádí-Arabíu.
Eins er með það að ég á nóg af vinum. Mér væri samt alveg sama um að ég ætti enga vini.
Mig langar að stíga út úr þessari tilvistarkreppu og ég vona innilega að þið getið eitthvað hjálpað mér.
Mig langar líka að vita hvort að ykkur fyndist betra að vera eins og ég.
Jæja, þetta hefur verið ágætt. Aldrei á æfi minni þá hef ég opnað mig fyrir nokkrum fyrren núna. Ég vona að þið sýnið skilning og bið ég ykkur að sleppa skítköstum um leið og ég þakka fyrir mig.
Skilaboð til stjórnanda: Þar sem að ég spila stórt nafn hér á Hugi.is og vill ekki að vinir og aðrir líti á mig í öðru ljósi. Þessvegna stal ég kennitölu og bjó til þennann aðgang. Eyðið aðgangnum en gerið þið það að eyða ekki þessum þráði. Ég vonast til þess að finna einhver svör sem gætu hugsanlega hjálpað mér.