Ég kom með kork í seinustu viku um fyrrverandi kærastann og hvernig hann væri búinn að vera að sýna mér áhuga í kringum stráka en ekki vinkonur mínar… Okei, ég ræddi málin við hann einn daginn og spurði hann út í þetta okei og allt í góðu og skildum í sætti og bara sem góðir vinir eins og ég hef alltaf viljað, eftir að við töluðum saman hætti hann nánast að heilsa mér og er bara eitthvað voðalega furðulegur eitthvað eins og hann sé að forðast mig. Mér finnst án gríns eins og hann sé að forðast mig, því alltaf þegar hann er að tala við vini sina og ég kem síðan allt í einu þá snýr hann sér við og labbar eitthvað annað. Er hann að forðast mig eða hvað er hann að gera? Síðan líka annað, við eigum alveg ofboðslega marga sameiginlega vini og ég veit allveg um 2-4 vini hans sem eru hrifnir af mér er mér sagt. Ef svo færi að ég yrði hrifin af einhverjum af þeim, væri það mjög rangt að mér að gera eitthvað í því? Síðan er líka annað að hann var víst að tala við einn þeirra og einhvernvegin kom samræðan að því að þessi vinur hans væri eitthvað að pæla í mér eða hvernig sem það samtal var en allavega þá bannaði fyrrverandi minn honum að tala við mig? Afhverju? vona að einhver geti svarað því eða svona ykkar álit allavega. Hann sagði svo við þennan vin hans að hann væri voða lítið að tala við gaura sem eru að reyna við mig?
Veit ekkert hvað hann er að spá og veit ekkert afhverju hann lætur svona. Vona að einhver geti sagt mer það.
Ekki það að mér er svo sem sama bara miklar pælingar ;P
Takk takk ;P