Sæll, leifursig.
Það er ekki undir okkur komið hvað þið getið gert á fyrsta stefnumóti, þó við getum vissulega komið með einhverjar tillögur, þar sem það er svo rosalega misjafnt hvað fólk hefur áhuga á. Ég ráðlegg þér að komast að því fyrst áður en þú heldur lengra, en ég býst nú við því að ef þið spjallið mjög mikið saman getiru vel ímyndað þér hvert hana langi að fara á fyrsta stefnumótinu.
Eftir að þú ert búinn að komast að því hvert hana langi að fara skaltu bjóða henni þangað. Það er óskráð regla að sá sem bjóði út í fyrsta skipti borgi brúsann, en mér finnst svo sem ekkert að því að gera það þar sem það varst jú þú sem bauðst henni.
En hvað hvað þú átt að gera og ekki gera á fyrsta stefnumótinu verður þú að komast að sjálfur, þar sem eins og ég sagði áður er fólk svo rosalega ólíkt og misjafnt á margan hátt og því gæti eitthvað sem myndi heilla hana hræða einhverja aðra - ef þú skilur hvað á við. Þú verður að vega og meta út frá því hvernig persónuleiki hún er, en það reynist mörgum oft erfitt. Þú verður bara að vera þú sjálfur, þar sem ef þú ferð að hegða þér öðruvísi en þú hefur gert á þessu hálfa ári sem hún hefur þekkt þig, gæti hún orðið skelkuð og það veit ekki á gott.
Það er algjörlega undir því komið hvort hún vilji kyssa þig eftir/á stefnumótinu hvort þið kyssist, og því er engin regla til um slíkt. Það er hins vegar ekkert ólíklegt að svo verði ef allt fellur í réttan farveg og ég tala nú ekki um ef þið smellið saman. En þar sem þú ert nú búinn að þekkja hana í hálft ár þá býst ég alveg við því. Þú verður aðeins að lesa á milli línanna, þ.e. túlka þau merki sem hún kann að gefa. Ekki arka út í neitt án þess að hafa grundvöll fyrir því að hún vilji það.
Ef hún segist hafa skemmt sér vel eftir stefnumótið vill hún eflaust hitta þig fljótlega aftur og þá fyrst getið þið talað um annað stefnumót og mælt ykkur mót einhvern tíma, en ég myndi bara bíða með að ákveða það þangað til stefnumótinu er lokið og þú heyrir í henni hljóðið.
Gangi þér bara allt í haginn.
Mbk.,
intenz
Gaui