Nú er ég búin að þekkja þessa stelpu í um hálft ár og við höfum mest allan þennan tíma spjallað mjög mikið, en samt bara svona á vinalegum nótum. En núna er ég farin að bera talsverðar tilfinningar til hennar og ég held að hún sé það líka, en ég er samt ekki alveg viss. Ég hef það smá á tilfinningunni að hún sé að bíða eftir því að ég bjóði henni út. En ég hef nákvæmlega enga reynslu af því, þannig segið mér allt, ALLT.

Hvert er best að fara, svona einfalt fyrsta deit?bíó? Er það ekki reglan að ég borgi brúsann ? hvað á maður að gera og ekki gera á fyrsta deiti ? koss? tala um annað deit á fyrsta deiti ?

hvernig ber maður sig, öll hjálp þegin plís ég vil halda í þessa stelpu. Ég er 20 og hún 18.

kv. óreyndur deitari