okei ég er með pínu vandamál..
Ég er buin að vera með kærastanum mínum í 7 mánuði. Við smellpussum saman,vorum(og erum) langbestu vinir og urðum fljótt mjög ástfangin. Eftir 3-4 mánuði vorum við nánast farin að búa.
Þessi önn er búin að vera erfið hjá mér, mikil leiðindi og vesen búið að vera í gangi og hann hefur alltaf hjálpað mér og stutt mig í gegnum allt. Hann gerir allt fyrir mig.
Undanfarið hef ég verið eitthvað skrítin… ég varð pínu skotin í öðrum strák (engar djúpar tilfinningar neitt) .. búin að fá “martraðir” að ég sé að halda framhjá honum (ekki kynferðislega neitt.. bara ég sé gangandi og leiðandi aðra manneskju o.s.frv).
Ég verð alltaf svo pirruð þegar hann verður abbó og ég er bara búin að vera rosalega furðuleg undanfarið.
þið sem eruð/hafið verið í sambandi..
hafiði sjálf gengið í gegnum eitthvað svipað?.. hvað gerðuð þið í því?
hvað finnstykkur að ég ætti að gera í þessu öllu..
ég elska hann.. ég geri það.. en akkurat núna er eins og allt sé i fokki bara…
æj eg veit ekki.. mér líður eins og ég sé versta manneskja i heimi , í rauninni er hann besta sem hefur komið fyrir mig.. en kannski er´eg bara ekki tilbúin í að vera hamingjusöm?:S