KMFDM, Laibach, Combichrist, The Distillers og L7 koma mér í svona frekar “kúl” skap. Hálf neutral eiginlega. Get ekki útskýrt. Svona eins og maður sé að labba niður Laugarveginn og eigi hann gjörsamlega XD
Primus, Average White Band, Sly and the Family Stone, Sælgætisgerðin, Stevie Wonder, George Clinton & Parliament/Funkadelic og Mindless Self Indulgence er svona silly-funky-hyper dótið mitt.
Hljómsveitin Ég, Aqua, Beck, Gomez, Tenacious D, Rachel Stamp, Innvortis, Kelly Joe Phelps, Bill Withers, Cake, The Dandy Warhols og Prince er aðal svona happy-jolly-groovy og semi-hyper dótið sem ég hlusta á.
Leiði, einmanaleiki, þunglyndi, reiði og svoleiðis neikvætt dót er tjah.. Sigur Rós [furðulegt með þetta band.. Svona 11-13 ára var það þunglyndisbandið mitt, síðan til svona 16-17 ára var það hamingjubandið mitt, síðan hlustaði ég ekkert meira á þá fyrr en núna um daginn og svo einhvern tímann aðeins eftir það og það er bara mjög mismunandi hvernig ég er þegar ég hlusta á þá. Fer kannski líka eftir félagsskapnum sem ég er í um það leyti.], Rasputina, Bang Gang, The Cure, Elliott Smith, Garbage og eitthvað meira.
Síðan eru hljómsveitir sem ég bara GET EKKI hlustað á vegna einhverrar tilfinningalegrar brenglunar á yngri árum mínum þegar ég hlustaði mikið á þær. Aðallega Radiohead og The Cranberries. Sigur Rós og VAST eru stundum þar inní.
Bætt við 3. nóvember 2007 - 01:38
Heyrðu já svo er náttúrulega svona “þægileg” kaffihúsatónlist góð þegar ég er í rólegu skapi. Svona eins og Norah Jones, Eva Cassidy, Lisa Ekdal [sp?], The Bee Good Tanyas eða eitthvað álíka.