Ég var með strák sem bjó í öðru landi en ég. Ég 15 ára og hann eldri. Hann er alveg frábær strákur og ég var vel ástfangin af honum en þetta gekk ekki.
- þegar maður er í fjarsambandi á milli landa þá verður þetta yfirleitt svo miklu erfiðara (sérstaklega ef það er ekki talað sama tungumál.) maður í raun veit ekki hvað hann er nákvæmlega að gera eða með hverjum hann er að hanga, svo fer það þannig að maður verður miklu meira uppteknari og heyrist sjaldnar og sjaldnar.
Mjög dýrt að hringja og tímamunurinn skipti miklu líka. Þegar ég var inná msn þá var hann löngu sofnaður og þegar hann var inná msn var ég i skólanum eða eitthvað þannig.
En það þarf ekki endilega að vera þannig hjá þér. En málið er það að ef hún er ekki á leiðinni að flytja til íslands eða þú á leiðinni að flytja í hennar land þá eru mjög litlar líkur á að þetta gangi. En samt einhverjar, þarft bara að finna hvort það sé þess virði að reyna. Hvort þú sért alveg nógu ástfanginn til að binda þig við einhverja sem eru mörg ár þangað til þið getið verið saman.
sorry hvað svarið er langt, þegar maður byrjar er erfitt að hætta.. (A)
gangi þér samt vel og mundu að þú þarft að vera sáttur við þá ákvöðrun sem þú tekur. !!