Sæll vertu, tattooarni.
Cinemeccanica er eflaust búinn að segja allt sem ég myndi segja en ég verð nú bara að bæta við að ég hafi lent í svipuðu atviki.
Ég ætla nú ekki að stela „athyglinni“ þinni en ég ætla að reyna að skrifa þetta í eins stuttu máli og ég get þannig þú fáir sem besta sýn á hvernig þetta var hjá mér.
Ég veit satt að segja ekki fyrir víst hvort fyrrverandi mín hafi verið alkohólisti, þó hún hafi átt svolítið erfitt með að hemja sig í drykkjunni eftir fyrsta glasið. En allavega, hún átti til með að gera „ómeðvitað“ heimskulega hluti undir áhrifum og varaði mig hálfpartinn við þessu áður en við byrjuðum saman. Ég tók voða lítið mark á þessu þá og lét þetta ekki hafa nein áhrif á sambandið okkar, en veitti henni alltaf sérstaka athygli þegar hún fór að drekka. Annað hvort var hún edrú á meðan ég drakk eða þá að hún drakk á meðan ég var edrú.
Svo rann upp gamlárskvöld en þá gefur að skilja að leiðir okkar skildust svolítið það kvöld, þar sem hún bjó í klukkutíma akstri frá Reykjavík og vildi vera með fjölskyldunni sinni og ég með minni. En við ákváðum að hittast á ballinu á Broadway það kvöld, sem við gerðum líka. Hún var með vinkonum sínum á Broadway og ég með vinum mínum, þannig við vorum ekki allan tímann saman - og líka fremur lítið ef ég man rétt.
En allavega, ég og vinir mínir vorum búnir að ákveða fyrir fram að labba heim þetta kvöld og kærastan mín (fyrrverandi) var búin að ákveða að gista heima hjá frænku sinni, sem reyndist hin mesta lýgi. Þetta endaði allavega þannig að hún hélt fram hjá mér þetta örlagaríka kvöld - og það með félaga mínum.
Hún kom svo daginn eftir til mín og ætlaði að hreinsa samviskuna sína en óhreinkaði hana ennþá meira með því að reyna að ljúga að mér að þau hefðu bara kysstst inni á Broadway, en staðreyndin var sú að þau fóru heim saman - sem ég hef frá félaga félaga míns sem skutlaði þeim heim til hans.
BOTTOM LINE!
Ég treysti ekki manneskjum sem halda fram hjá og þess vegna gefur að skilja að ég sé mjög mikið á móti bæði framhjáhöldum og þeim sem stunda þau, þar sem þetta er eitt af verstu brotum á trausti sem hægt er að ímynda sér. Það tekur líka langan tíma (ef einhvern tíma) að byggja það traust upp aftur.
Ef þú elskar þessa manneskju og hugsar að þú getir treyst henni aftur, eins og þú varst vanur, skaltu endilega fyrirgefa henni. En ef þú veist að þú munt aldrei fulltreysta henni skaltu segja henni upp og nýta tímann, sem færi í innihaldslaust samband, til að græða sárin eftir sambandsslitin.
Gangi þér bara allt í haginn og ég vona ykkar vegna að þið finnið einhverja lausn á málinu.
Mbk.,
intenz
Gaui