Sæl öll sömul, mér skilst þetta sé rétti staðurinn til að tjá sig um “ástarsorg” og hef ég það á tilfinningunni minni að ég þurfi að gera það einmitt núna.
Ég er búinn að vera í sambandi núna í 2 ár og 10 mánuði sirka, þegar kærastan mín ákveður að dömpa mér.
Ég gerði mér ekki grein fyrir tilfynningunum mínu sem ég bar til hennar fyrr en hún sagði að þetta væri búið, að samband okkar hafi bara farið í vaskinn og henni leið ílla í sambandinu, ég sýndi henni ekki nógu mikla athygli, við rifumst þó nokkuð og hún fékk nóg af þessu núna fyrir 2 vikum síðan. Eftir það hef ég ekki verið sami maður og ég var.
Ég sé svo eftir því að ekki hafa unnið í sambandinu okkar áður svo það hefði getað ræktast betur (skringilega orðað), og ég er allveg í rusli. Málið er ég vill fá séns til að bæta fyrir mistökin mín en hún hefur enga trú á mér.
Ég veit ekki lengur hvað ég á að gera. Ætti ég að láta hana eiga sig, og sjá svo til seinna meir?
Ég sakna hennar svo ofboðslega mikið að það er ekki eðlilegt. :'(