ég veit ekki alveg hvort þetta á heima hérna en ég er í smá vanda. Það er eitt og halfur mánuður síðan ég og minn fyrrverandi hættum saman. Við vorum buin að vera saman i 19 mánuði og á þeim tíma sem við vorum saman þá hélt hann framhjá mér og ég ákvað að fyrirgefa honum það. Seinna í sambandinu þá fór þetta að trufla mig soldið mikið. Hann sá það og fór að gefa mér dýranr gjafir eins og hann væri að bæta það upp. Ég hef ekkert á móti því að fá gjafir en ekki á þennan hátt. Ég gat ekki verið lengur i sambandi sem ég var ekki örugg í. Mér þótti ekkert smá vænt um hann en ég elskaði hann ekki eins og hann elskaði mig og mér fannst rangt af mér að vera í þannig sambandi. Þegar ég sleit þessu þá leið mer illa en eg var óvejulega snögg að jafna mig. Ég saknaði hans ekki eins mikið og ég bjóst við að ég myndi gera.
Núna er ég búin að kinnast alveg frábærum strák og það eina sem eg hugsa um er að vera hjá honum. Ég get ekki hætt að hugsa um hann og hann er bara hreint útsagt frábær á allan hátt.
Hvað á ég að gera ?? Á ég að fylgja hjartanu eða á ég að bíða ??
plís segið það sem ykkur finnst